Gögn sem nýlega komu fram á sjónarsviðið sýna fram á að gyðjan Marilyn Monroe hafði farið í nokkrar fegrunaraðgerðir og þar með er grunurinn staðfestur.
Árum saman hafa aðdáendur stjörnunnar velt því fyrir sér hvort Monroe hafi eða hafi ekki látið eiga við útlit sitt með aðstoð læknisfræðinnar en þeim grun hefur nú verið eytt. Monroe heimsótti fegrunarlækna frá árunum 1950-1962 og lét meðal annars eiga við nef sitt og kjálka. Þetta var áður en hún sló í gegn í sínum vinsælustu myndum.
Þetta sést m.a. á læknaskýrslum sem í gær var tilkynnt að yrðu seldar á uppboði á næstunni en eigandi þeirra fékk þær að gjöf frá lækninum sem framkvæmdi aðgerðirnar.
Um er að ræða skýrslur og sex röntgenmyndir sem sýna höfuð leikkonunar að framan og á báðum hliðum. Í skýrslum er hennar rétta nafn ekki gefið upp en í þeirri síðustu stendur að hún hafi verið 1.67 cm á hæð og 52 kg. Hún mun einnig hafa látið setja fyllingu í hökuna á sér sem var byrjuð að eyðast upp skömmu áður en hún lést.
Martin Nolan, stjórnandi uppboðsins sem fer fram í dag og á morgun í Beverly Hills, segir að enginn hafi í raun viljað trúa því að Monroe hafi farið í þessháttar aðgerðir.
“Það vildu allir trúa því að hún væri bara svona náttúrulega fögur. Um leið var líka auðveldara að trúa því að hún hefði bara þroskast vel því fegrunarlækningar voru mjög nýtt fyrirbæri á þessum árum og bara örfáar manneskjur sem fóru í slíkar aðgerðir.”
Nýjustu röntgenmyndirnar eru frá 7 júní árið 1962 en þá heimsótti Monroe lýtalækni eftir að hafa dottið illa seint um kvöld. Aðeins tveimur mánuðum síðar var hún látin, aðeins 36 ára að aldri. Talið er að um sjálfsmorð hafi verið að ræða en hún var mjög háð róandi lyfjum og tók inn of stóran skammt af þeim.
Þú getur lesið meira um málið hér hjá Reuters.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.