Það er ástæða fyrir því að Hollywood brosið er kallað Hollywood bros… því fallegt bros heillar alla og það virkar betur ef tennurnar eru í góðu lagi.
Þetta gildir reyndar ekki eins mikið í Bretlandi því þar geta sumir enn fetað sig áfram í skemmtana – og fjölmiðlabransanum með hreint forljótar tennur. En líklegast kemur þetta til með að breytast…
Nýverið var kosið um verst tennta selebbann í Bretlandi og þar “sigraði” Top Gear snillingurinn Jeremy Clarkson með yfirburðum.
Á eftir honum í fimm efstu sætunum voru Andrew Marr, sem fjallar um stjórnmál á BBC, Stephen Fry, Helena Bonham Carter og Matt Lucas úr Little Britain.
Fleiri spurningar voru lagðar fyrir þá sem tóku þátt í þessari skemmtilegu könnun en þar kom einnig í ljós að yfir helmingur breskra kvenna myndi aldrei fara á seinna stefnumót með manni sem væri með dökkar og ljótar tennur. Í raun þykja dökkar tennur mikið verri en skakkar, svo ekki sé minnst á bæði í einu. Þetta þykir mesta ‘turn-off’ sem kona upplifir við karlmann.
“Ef þig langar að koma vel fyrir í fyrsta sinn er ekkert sem virkar betur en fallegt bros og það geturðu aldrei haft ef þú ert með ljótar og mislitar tennur. Þetta gildir jafnt um okkur venjulega fólkið sem fræga fólkið,” sagði Donnamarie McBride, sem stóð fyrir könnuninni.
Það kemur ekki á óvart að Jeremy Clarkson sé með svona mislitar og ófagrar tennur því hann strompreykir og fátt fer verr með ásýnd tanna (og bara alls útlitsins) en einmitt reykingar.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.