Hvað er skemmtilegra en að vera með litríkar og skrautlegar neglur, sérstaklega yfir sumartímann.
Catherine er ung frönsk/kanadísk stúlka sem flutti hingað til Íslands í desember síðastliðin en maðurinn hennar er íslenskur og kynntist hún honum þegar að hún var að ferðast um Ísland.
Catherine er búin að vera að gera neglur í 4 ár og fer hún sínar eigin leiðir þegar hún gerir þær. Hún handmálar og mótar neglurnar sjálf og eru þær eins og listaverk hjá henni.
Vinsældir hennar hafa verið að aukast undanfarið hérlendis enda höfum við Íslendingar aldrei séð annað eins áður. Ég sá fyrst neglur eftir hana fyrir rúmlega viku þegar að ein af mínum bestu vinkonum fór til hennar og varð ég orðlaus, ég trúði ekki að einhver gæti gert þetta fríhendis.
Hún hefur unnið til nokkura verðlauna og er ég alveg viss um að það eigi bara eftir að bætast í verðlaunasafnið hennar.
Þið getið fundið hana á facebook undir “Rainbow Nails” eða á Instagram undir Rainbownails en nafnið Rainbow Nails valdi hún því að hún elskar liti og er hún sjálf svo rosalega litrík.
Catherine er með aðstöðu heima hjá sér og hægt er að panta hjá henni tíma í gegnum facebook síðu hennar: www.facebook.com/catherinenailartist
Ég mæli hiklaust því að þær sem hafa gaman af því að hafa fallegar neglur hafi samband við hana. Endilega skoðið myndirnar, sjón er sögu ríkari.
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.