Margrét skrifaði hér merkilegan pistil um Photoshop í fyrra og sá sló heldur betur í gegn enda lifum við í heimi blekkinga og lyga!
Já mínar kæru kynsystur, tískurisarnir ljúga að okkur daglega, þvengmjóar fyrirsætur eru fengnar til að sýna fötin þeirra til þess að fatnaðurinn líti jú sem best út og þegar kemur að auglýsingum þá furða ég mig hreinlega á því hvers vegna fyrirsætur eru notaðar því það er búið að breyta myndunum svo mikið að þær verða óþekkjanlegar!
Þegar fyrirsæta eða stjarna auglýsir snyrtivöru þá er hún ekki með hrukkur, engar bólur eða línur í andlitinu og svo sannarlega ekki fílapensla! Cindy Crawford sagðist meira segja vilja líta út eins og Cindy Crawford því hún lítur ekki jafn vel út í raunveruleikanum og í glanstímaritum.
Hlutgerving kvenna er einnig vinsæl, breyta konum í flöskur, nota bara fótleggina og svo margt, margt fleira. Er þetta ekki eitthvað sem þarf að breytast?
Í mörgum auglýsingum, eins og þessari frá D&G, eru konur einnig lægri settar en karlmaðurinn eða jafnvel bara hlutur í settinu á meðan karlmaðurinn er aðalatriðið, þarna er verið að beita ofbeldi gegn konunni og öllum öðrum konum sem er litið á sem “hlut”.
Ég mæli með því að þú skoðir þetta myndband en það er afar fróðlegt að heyra og sjá hvernig auglýsingaheimurinn gengur fyrir sig.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=PTlmho_RovY[/youtube]
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig