Ertu búin að vera með burðast um með ljótuna alla vikuna og ert að bilast á henni…? Hafðirðu hugsað þér að fara út að tjútta um helgina en ert að spá og spögulera hvað þú getir gert við árans ljótuna?
Spray-tan er svarið, skella sér í spray-tan í hádeginu á fimmtudegi og þú ert til í slaginn!
Airbrush & Make up School/NYX
Í Bæjarlind 14-16 er heimsfrægi Mystic Tan klefinn sem allar helstu stjörnurnar nota eins og t.d allt krúið úr True Blood þáttunum.. Halló! Eigum við að ræða það eitthvað hvað Sookie og Jason Stackhouse eru alltaf með flott tan. Jennifer Lopez skellir sér einnig reglulega í tan klefa frá Mystic.
Margar stelpur eru smeikar við spray tan og halda að maður verði eins og Ross varð í Friends þættinum góða en nú er öldin önnur og þetta er allt saman orðið mun náttúrulegara og flottara. Þar sem að ég er þrælvön spray-tani og búin að fara reglulega í klefann ætla ég að gefa hér nokkur tips um hverng er best að búa sig undir að fara í klefann og hvernig þetta gengur fyrir sig.
Undirbúningur heima
- fara í sturtu og skrúbba sig vel með góðum líkamsskrúbb
- skrúbba vel olboga og hné
- skrúbba andlit
- helst að reyna sleppa því að setja á sig krem og annað slíkt
Mystic Tan klefinn
Skvísurnar í Bæjarlind munu fara vel í gegnum það hvernig á að haga sér í kringum klefann og inn í honum en ég ætla samt að segja þér frá þessu step by step.
- Starfsstúlka sýnir þér hvað er í boði.
- Þú velur hvaða styrk af brúnku þú vilt. Light, medium eða dark. Svo er einnig hægt að fá booster/bronzer sem er æði.
- Ferð úr fötunum (þú ræður hvort þú sért í sundfötum eða einnota þveng sem er á staðnum eða bara nakin).
- Setja á sig blending cream sem er á staðnum, setja það á hendurnar, olboga og á milli tásanna.
- Setja á sig hárnet.
- Líma undir fæturnar svona spes sóla sem eru á staðnum, annars verðuru mjög brún undir yljunum.
- Hoppa inn í klefann, veifa hendinni fyrir skynjarann og leyfa klefanum að segja þér hvar þú átt að setja vinstri og hægri fót svo bara spray away…
Eftir að það er búið að úða á allann kroppinn þessum frábæra lit þá kemur maður út úr klefanum, stendur aðeins og kannski veifar höndum pínu.
Ekki klæða þig alveg strax, leyfðu húðinnn að þorna fyrst. Ég mæli með að þvo sér um hendurnar með sérstakri sápu/skrúbb sem er á staðnum þá verða puttarnir ekki skrýtnir. Ekki hafa áhuggjur af því að þetta fari í fötin þín, það næst úr í þvotti.
Brúnkan stigmagnast yfir daginn
Ekki fríka út yfir því hversu brún þú verður sama dag og þú ferð í klefann, brúnkan heldur áfram að verða meiri og meiri yfir daginn.
Það er mælt með því að fara ekki í sturtu fyrr en 8 klukkutímum eftir að þú ert búin í klefanum, þú getur þessvegna sleppt því og beðið þar til daginn eftir. Um leið og þú ferð í sturtu sérðu skolast af ákveðið magn af boozternum og brúnkan verður eðlilegri og þá ertu súper dúper sæt og reddy fyrir fancy árshátíð, djamm eða bara vera sátt með sig heima. Brúnkan endist í allt að viku eða jafnvel lengur.
- Það besta við þetta er það að Spray-Tan er ekki skaðlegt fyrir húðina eins og ljósabekkirnir, fyrir utan það að þú færð miklu flottari og náttúrulegri brúnku á einu skipti í staðin fyrir að þurfa að fara þó nokkra ljósatíma!
Út október er haust tilboð í Mystic Tan klefann og kostar aðeins 2.900 krónur að koma og verða mega sæt! Pöntunarsími 565-6767 og þetta er í Bæjarlind 14-16 Kópavogi.
Hér má einnig sjá video sem sýnir hvernig klefinn virkar.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=2KWMs5XH9JM[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.