Tískan gengur í hringi og nú er komið að tímabilinu frá 1990-1999 að láta ljós sitt skína.
Brúntóna varalitir voru áberandi á þessum tíma, einnig var flott að hafa dökkan varablýant og ljósan gloss yfir. Mikið var um brúntóna eða gráa augnskugga og voru þeir ekki mikið áberandi, varirnar voru í aðalhlutverki.
Farðanir frá þessu tímabili hafa verið áberandi undanfarið, stjörnur eins og Kylie Jenner, Angelina Jolie og Rihanna hafa sést með farðanir sem má segja að séu innblásnar frá 90’s tímabilinu. Kylie Jenner hefur birt margar myndir af sér með dökkar varir frá 90’s tímabilinu og má segja að hún hafi átt þátt í að rúlla boltanum af stað.
Förðunin hennar Kylie Jenner hefur verið vinsæl á youtube og hafa margir “bjútí gúrúar” gert myndbönd um hvernig skal gera hennar 90’s förðun. Hér fyrir neðan eru myndbönd með tveimur stelpum farða sig eins og Kylie.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=rQ9pZNuxCqI[/youtube]
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=lFbAEAb8RMM[/youtube]
Hér fyrir neðan má sjá mína útgáfu af 90’s förðun.Ég notaði varablýant frá Gosh sem er númer 002 antique rose og svo varalit frá Gosh lík; velvet touch númer 160 og heitir Delicious.
Þetta er brúntóna litur með rauðbleikum blæ, ótrúlega flottur.
Velvet Touch er sérlega mjúkur á varirnar 0g endist ágætlega.
Svo setti ég matta brúna augnskugga á augnlokin og svartan augnskugga meðfram augnháralínunni – einfalt og skemmtilegt!
Að lokum ætla ég að láta nokkrar 90’s myndir fylgja með. Ég valdi myndir sem mér finnst flottar og gáfu mér innblástur.
Svanhildur Guðrún sporðdreki sem fæddist árið 1993, sama ár og Spice Girls urðu til. Hún er förðunarfræðingur, útskrifuð úr Reykjavik Makeup School með næst hæstu einkunn úr sínum bekk. Svanhildur hefur óþrjótandi áhuga á förðun og öllu sem henni við kemur, en líka á heilsu, hreyfingu, útivist og Friends. “Friends þáttur á dag kemur skapinu í lag,” er hennar mottó > facebook.com/svanhildurmakeup