Hyaluronic sýrurnar eru með því umtalaðasta í bjútíbransanum um þessar mundir en þetta kraftmikla efni virðist virka sem einskonar hrukkustrokleður.
Enginn rakagjafi er jafn öflugur og þessar sýrur sem við sjálf framleiðum allt að tvítugu en eftir það hættir framleiðslan og allir vita hvað gerist upp úr því. Húðin missir þéttleika sinn og teygjanleika og áferðin byrjar að breytast.
Undanfarið hef ég verið að nota mjög góð krem sem koma frá þýska merkinu Eucerin. Þessi krem fást í apótekum og einn af kostum vörunnar er að íslenskir húðlæknar gefa henni sín bestu meðmæli.
Ég er að nota fjögur ‘item’ úr línunni Hyaluron Fillers. Dagkrem, serum sem kemur í litum ampúlum, augnkrem og svo næturkrem.
Kremin koma í frekar ‘læknislegum’ umbúðum enda er óhætt að segja að meira sé lagt í innihald en umbúðir.
- Augnkremið kemur í frekar stórri túpu miðað við slík krem en það er bæði létt og gott og gengur vel inn í húðina.
- Serumið sem kemur í pakka með sex ampúlum (hver dugar í viku) er bæði létt og lyktarlaust og gengur að sama skapi hratt inn.
- Dagkremið er hæfilega þykkt og mjög rakagefandi. Það er gott að bíða andartak með farðann eftir að það er sett á.
- Næturkremið er þykkt og mjöög rakagefandi. Þú berð það á þig fyrir háttinn en gott er að bíða aðeins meðan það fer inn í húðina svo það fari ekki allt í koddann.
Þessi vöruflokkur frá hinu ‘látlausa’ merki Eucerin hefur fengið gífurlega góðar viðtökur af flestum notendum og sumar eiga ekki orð yfir áhrifunum. Bloggari nokkur er orðlaus yfir áhrifum frá augnkreminu og notendur MakeUpAlley gefa vörunum 4.3 af 5 mögulegum stigum sem verður að teljast mjög gott.
Sjálf er ég hrifin af þessum vörum. Þær eru þægilegar, ekki of ‘fancy’ og áhrifin láta ekki á sér standa. Hyaluron sýrurnar fylla húðina af raka svo að ‘hrukkurnar’ hreinlega lyftast upp eins og skurður sem er fylltur með vatni. Yfirborðið verður allt sléttara og svitaholurnar minna sýnilegar. Galdurinn er svo bara að hvílast, drekka vatn og muna eftir að hreinsa húðina vel bæði kvölds og morgna.
Eucerin vörurnar fást í Apótekum og eru á hagstæðu verði.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.