Abraham Tamir prófessor hafði fyrir því að rannsaka nef og komst að því að það eru 14 mismunandi gerðir af nefum. Það sem er áhugavert við þetta er að flestum í Evrópu finnast konur með lítil, stutt og pínu uppbrett nef mest aðlaðandi og karlmenn með bein stubbótt nef (eins og Wayne Rooney).
Tamir þessi skýrði nefin og sagði vissa persónu eiginleika fylgja hverri nefgerð.
Hvort sem það er satt eða ekki þá hefur hann gefið nefgerðunum nöfn: “The Duchess” eins og Kate Middleton er þykir klassískt og aðlaðandi nef. “The Mirren” nefnir hann eftir Helen Mirren sem er með beint skarpt nef með karakter og “The Celestial” kallar hann stutt og pínu upprett lítið nef eins og á Carey Mulligan og Victoriu Beckham sem evrópskum karlmönnum þykir aðlaðandi.
“The Fleshy ” var algengasta nefgerð karlmanna en þó ekki talin sérstaklega aðlaðandi en “The Hawk” , arnarnef eins og á Barböru Streisand var talið minnst aðlaðandi (það fylgdi ekki sögunni hvort það gengi jafnt yfir konur og menn).
SKOÐUN LÝTALÆKNISINS
Simon Withey, formaður sambands lýtalækna í Bandaríkjunum, telur að útkoman á því sem telst aðlaðandi yrði öðruvísi meðal fólksins vestan hafs þar sem konur með svipuð nef og Angelina Jolie (mjó, bein, með skarði) eru talin mest aðlaðandi og “grísk” nef á karlmönnum sem eru bein og miðlungs stór.
Nýlega heyrði ég því því fleygt að það væri eitt sem öll súpermódel hafa sameiginlegt og það er að vera með “skarð” í nefi (undir nefbrodd). Við þessa uppgötvun fór ég á stúfana að skoða myndir og það er satt, ég hef enn ekki fundið súpermódel sem ekki er með þetta “nefskarð” og nefin eru líka flestöll svipuð. Það vakti þó athygli mína að Kate Moss er bæði með pínu skakkt nef og stutt miðað við flestar aðrar fyrirsætur sem eru með mjórri og lengri nef. Það ýtir ennfremur undir rannsókn Tamirs miðað við mismunandi smekk evrópubúa og bandaríkjamanna.
“Hvað sem þessar rannsóknir sýna þá er ég fegin að til eru svona margar gerðir nefa, mér finnast svo margar þessara hollívúddstjarna sem farið hafa í nefaðgerð bæði hafa misst vissan karakter við það og líta “gervilegri” út. Mismunandi nefum ber að taka fagnandi!”
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.