Niðurstöður óformlegrar könnunar minnar á Facebook leiddi í ljós að konum finnst EKKI flott þegar karlmenn raka/vaxa á sér bringuna.
Flestar voru sammála um að þeir MÆTTU fjarlægja hár á baki og öxlum ef hárvöxtur er þar mikill.
Sumar, en þó minnihluti kvenna, vildi að þeir myndu fjarlægja hár í klobba en flestar vildu þó bara að þeir myndu snyrta þar lítillega með skærum ef þess þyrfti.
Sigrún fjallaði einmitt um auknar ferðir karlmanna í brasíliskt vax um daginn..
MACHO MACHO MEN
Langflestum konum í “könnuninni” þykir karlmannlegt að vera loðinn og skilja engan veginn karlmenn sem öll hár fjarlægja, meira segja hendur og fætur.
Taka skal fram að menn sem eru hárlitlir af Guðs náð eru líka flottir, það er bara ekki flott að vera með brodda sem stinga eða inngróin hár vegna raksturs!
Besta ráð til karlmanna mun því vera, verið eins og þið eruð af Guði gerðir! (nema kanski ef þið eruð með mjög loðin bök og herðar).
Hér að neðan má sjá heita loðna karlmenn !
_____________________________________________________________________
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.