Viljir þú fallega húð eins og hjá ungu konunni á myndinni þá er EKKERT mikilvægara en hreinlæti og raki.
Með öðrum orðum – það öðlast enginn virkilega fallega húð nema með því að þrífa hana samviskusamlega kvölds og morgna og aldrei, aldrei, aldrei fara að sofa með farða í andlitinu.
Eftirfarandi eru fimm frábærar vörur, allar ætlaðar til að hreinsa andlitið, ýmist allt eða allt nema augun. Flest eru þetta einskonar andlits ‘sápur’ eða freyðandi og frísklegar vörur sem þú notar með vatni. Vörurnar henta allar bæði kvölds og morgna og eru fyrir alla aldurshópa.
Biotherm Aqua Source freyðandi hreinsir
Þessi hreinsir er fyrir þær sem nenna ekki of miklu veseni. Þú pumar smá froðu í lófann og berð á andlitið eftir að hafa vætt það örlítið. Skolar svo af og Voila! Allur farðinn farinn. Ef þú kemst ekki í vatn dugar að nota froðuna og þurrka svo af með þvottapoka. Þennan hreinsi má nota á allt andlitið og auðvitað er hann frábær í ferðalög þar sem þú þarft ekki vatn með.
Smelltu HÉR til að lesa meira um Biotherm
YSL olíu hreinsir úr Top Secrets línunni
“YSL hreinsigelið breytist í olíu þegar því er nuddað inn í húðina og þegar það blandast vatni breytist það í létta froðu sem nær að hreinsa ALLAN farða. Meira segja vatnsheldi maskarinn sem virðist sem steypuklumpur á augnhárunum leysist auðveldlega upp og hverfur þegar maður hreinsar froðuna af með vatni og bómull,” skrifaði Vala Pjattrófa um þennan hreinsi í fyrra. Frábær vara eins og flest úr Top Secrets frá YSL. Lestu meira um þetta HÉR í pistlinum frá Völu.
Smelltu HÉR til að skoða Facebook síðu YSL á Íslandi og fræðast meira.
Shiseido Benefiance freyðandi hreinsir
Þessi er alveg dásamlegur. Silkimjúkur, mildur og freyðandi með örlitlum flögum í sem gefa þér mildan skrúbb og fjarlægir burtu öll órheinindi án þess að húðin missi rakann. Þennan frábæra hreinsi er einnig hægt að fá í sérstöku ferða setti ásamt toner og dagkremi með SPF 15.
Smelltu HÉR til að fræðast betur um Shiseido.
Skin Doctors Accelerating Cleanser
Accelerating Cleanser frá Skin Doctors hefur mjög frískandi áhrif og eftir þvottinn líður þér virkilega eins og húðin hafi verið djúphreinsuð! Hún verður öll slétt, stinn og tandurhrein og svitaholur verða minna áberandi. Best er að nota þennan í sturtunni eftir að þú ert búin að bleyta þig í framan. Þá seturðu smá dropa (c.a hálfan sentimetra) í lófann og berð á andlitið þar til hann fer að freyða, þá skolarðu vel af með volgu vatni. Hentar ekki sem augnfarðahreinsir.
Smelltu HÉR til að lesa meira um Skin Doctors.
Burt’s Bees Deep Cleansing Cream
Þessi góði húðhreinsir minnir aðeins á þann frá Skin Doctors hvað varðar þessa einstaklega frískandi tilfinningu sem fylgir honum en hann hreinsar einnig mjög vel og skilur húðina eftir tandurhreina.
Varan inniheldur meðal annars kamillu, sólhatt, kókossmjör og sápubörk sem hafa sérlega góð áhrif á húðina en það besta er að þetta er alveg náttúruleg vara sem er unnin úr afurðum býflugna, og inniheldur hvorki parabena, þalöt, litarefni eða annað sem sýnt hefur verið fram á að geti skaðað heilsuna.
Smelltu HÉR til að lesa meira um Burt’s Bees.
ATH: Allar þessar vörur fást á helstu útsölustöðum snyrtivara á landinu, t.d. Lyf og heilsu, Hagkaup og Fríhöfninni.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.