Ég rakst á þessa skemmtilegu rannsókn sem mig langar að deila með þér. Það er eins með konur og karlmenn, við lifum undir þeim formerkjum að það sé búið að ákveða hvað sé fallegt og hvaða útlit sé í tísku.
Út frá því myndum við okkar eigin hugmyndir um það hvernig við eigum að líta út og hvernig hitt kynið vill að við lítum út. Við erum mötuð af módelum og leikurum sem búa mörg yfir sambærilegu útliti sem á að heilla. Því var skemmtilegt að sjá hið sanna í málinu!
Um 62% karlamanna voru handvissir um að konur vildu karlmenn með hár eins og Justin Bieber, andlit eins og Gerard Butler, hendur eins og Hugh Jackman, búk eins og David Gandy og lappir eins og Christiano Ronaldo. Gagnkynhneigðar konur voru hins vegar ekki alveg sammála. Meiri hluti kvenna vill karlmenn með hár eins og Harry Bretaprins, andlit eins og James Corden, hendur eins og Paddy McGuinnes, búk eins og Ben Cohen og lappir eins og Jonathan Ross.
Þessa rannsókn ber þó ekki að taka háalvarlega enda er hún ekki gallalaus og því einungis til skemmtunnar. Rannsóknin var framkvæmd í Bretlandi.
Myndin af niðurstöðunum:
Smekkur manna er þó sem betur fer misjafn og útlitskröfur jafn fáránlegar og veðrið á Íslandi.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.