Ég er mjög veik fyrir öllu sem heitir “heimatilbúið” og finnst fátt skemmtilegra en að gramsa í ísskápnum og búa til maska, hárnæringar og fleira sem hægt er að nota í heimadekur.
Á netinu er hægt að finna margar góðar uppskriftir af djúpnæringum fyrir hárið og hér koma nokkrar:
Djúpnærandi Avocado næring
- Meðalstór lárpera, þroskuð og stöppuð
- 1/2 bolli majones, venjulegt (ekki fituminna)
- 2 matskeiðar hunang
- 3 matskeiðar ólívuolía
Aðferð: Blandið öllu vel saman og látið liggja í hárinu í 15-30 mínútur. Skolið vel úr með volgu vatni.
Banana og hungangsnæring
…fyrir líflaust hár – Gefur góðan glans
- Stappaður banani
- 2 matskeiðar hunang
- 1 egg (þeytt)
- 4 matskeiðar hrein, óbragðbætt jógúrt
Makið yfir hárið og látið liggja í því í 10-20 mínútur. Hreinsið vel úr.
Djúpnærandi majonesnæring
…fyrir skemmt hár
- 1 bolli majones (við stofuhita ef það er möguleiki)
- 1/2 bolli ólívuolía
- 3 eggjarauður
Eins og áður þá látið þið þennan liggja í hárinu í 10-20 mínútur. Þessi uppskrift ætti að duga í 2 meðferðir en það fer eftir sídd. Þetta lagar þurrt, líflaust hár og slitna enda upp að ákveðnu marki og hárið verður silkimjúkt!
Prófaðu einhvern af þessum möskum heima og sjáðu árangurinn sjálf!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com