Aaah, sunnudagur. Besti dagur vikunnar fyrir utan mánudag.
Á sunnudögum hefst vanalega undirbúningur hjá mér fyrir komandi viku. Þá skipulegg ég mig og huga að líkama og sál.
Ég rakst á uppskrift að heimagerðum Mangó andlitsmaska sem mig langar að prófa. Uppskriftin er upphaflega frá stjörnu-snyrtifræðingnum Joanna Vargas.
Þessi mangó C-vítamín maski er gerður úr hráefnum sem öll eru ætanleg.
Mangó maski
Hráefni:
Eitt mangó, stappað
1/4 bolli upphitað hunang
Ein teskeið möndluolía
Aðferð:
Blandaðu öllum hráefnunum saman í skál. Einfaldara gerist það ekki.
Mangó inniheldur efni sem draga úr öldrun húðarinnar. Ávöxturinn er líka stútfullur af C-vítamínum sem vinna á svæðum sem hafa orðið fyrir sólarskaða. Hunangið og möndluolían mýkja svo húðina.
Þessi blanda vinnur að því að lyfta húðinni upp, yngja hana og endurnýja!
Þá er bara að stökkva út í búð eftir mangói, hunangi og möndluolíu.
Lestu einnig 11 atriði sem duglegt og árangursríkt fólk gerir fyrir morgunmat!,
Gerðu morguninn þinn enn betri – Fjögur atriði sem þú átt EKKI að gera! og
HEILSA: Svefn – Umhverfið skiptir máli!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.