Næsta haust verður talsvert um brúna og ljósbrúna liti í förðun og skugginn nær alveg upp að augabrúnum.
Hárið er bæði laust og fast. Ýmist tekið upp í stíft tagl ofan á höfðinu, bundið í fallegan ballerínusnúð eða fléttað að hætti sveitastelpunnar út á hlið.
Augabrúnirnar eru enn náttúrulegar og fallegar. Í raun má segja að förðun sem þessi hafi síðast verið vinsæl í kringum 1988. Brons og beis í bland við brúngyllta tóna voru ríkjandi og það var ekkert verið að spara skuggana.
Kíktu í albúmið til að skoða flottar hárgreiðslur og förðun á sýningum Donnu Karan, Marc Jacobs, Rag & Bone og Derek Lam.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.