Afslappaðar hárgreiðslur eru í miklu uppáhaldi hjá mér, ég hef aldrei náð að fíla hefðbundnar “greiðslur”, en ég elska svona greiðslur sem bæði taka ekki mikinn tíma og líta ekki út fyrir að þú hafir eytt tíma í að gera þær.
Hér eru nokkrar hugmyndir:
Hátt tagl og hár vafið um teyjuna
Hálft tagl með lausri fléttu
Úfnar krullur og litlar fléttur
Hálf-tagl með lítilli fléttu
Hálftagl með lausum snúð. Einfalt og fallegt!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com