Í vor kom út ný augnskuggapalletta frá Chanel. Þar eru valdir fjórir litir saman í pallettu. Línan kallast Les 4 ombres og eru litirnir hver öðrum fallegri.
Ég fékk í hendurnar eina af slíkum pallettum, nánar tiltekið Seduction nr. 43 og prufaði því að gera klassíska kvöldförðun með henni.
Nú hef ég alltaf verið áhugasöm um Chanel snyrtivörur en Seduction pallettan kom mér upp á næsta stig í aðdáun, ég er kolfallin og verð hér eftir ævinlegur fylgjandi Chanel, að eilífu – amen!
Einstaka sinnum finn ég vörur sem ég verð svo yfir mig hrifin af að ég bókstaflega afneita öllum hinum snyrtivörunum mínum. Seduction pallettan frá Chanel er að mínu mati ein besta augnskuggapalletta sem ég hef prufað.
Seduction-litirnir eru þannig gerðir að hægt er að gera náttúrulega og létta förðun með þeim en einnig er hægt að byggja skygginguna upp og enda með klassíska kvöldförðun. Þar á eftir væri alltaf hægt að bæta við augnhárum, eye-liner línu inn í augun eða örlitlu glimmeri og voilá! – dramatísk árshátíðar- eða partýförðun er tilbúin.
Hér gerði ég sem sagt klassíska kvöldförðun með litunum úr Seduction pallettunni. Þar gildir reglan að ljósu litnir fara fyrst á augnlokið, sá allra ljósasti innst inn í auganum og undir þeim punkt sem boginn á augabrúninni er hæstur. Ferskjulitaði fer síðan á restina af augnlokinu. Því næst skyggði ég með brúna litnum og fylgdi augnbeininu mínu, mesti liturinn fer í útjaðrið á augnlokinu og svo skyggði ég upp og út á við til að jafna út mörkin.
Að lokum tók ég fjólurauða litinn og dúmpaði honum létt á mitt augnlokið.
Mikilvægasta skrefið er þó að blanda litunum vandlega saman svo engar skarpar línur sjáist. Þá fæst fallegt og seiðandi útlit sem kemur alltaf vel út og passar við öll tækifæri.
Ef ske kynni að ég væri á leið á eyðieyju og mætti taka með mér eina förðunarvöru væri það án efa Seduction pallettan.
Það gæti virst einkennilegt að ég myndi taka með mér snyrtivörur á eyðieyju en það er aldrei að vita nema maður hitti á ættbálk af mannætum og þá er eins gott að líta vel út!
Seduction pallettan fæst í öllum helstu snyrtivöruverslunum.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.