Það sem ég legg mig mest fram við varðandi mitt útlit eru sennilega neglurnar mínar. Það er fátt sorglegra en þegar ég er nýbúin að lakka á mér neglurnar og rek þær í og þarf að byrja allt upp á nýtt.
Dagsdaglega er rosalega fínt að vera með french og þá hefur reynst mér best að kaupa hvítan naglalakkspenna líkt og þennan HÉR . Það tekur smá æfingu að ná hvítu línunni fulkominni en eftir nokkrar tilraunir eru neglurnar ekkert verri en á stofu. Ofan á set ég svo ljósbleikt, glært naglalakk og það er best að enda með einhverskonar top-coat naglalakki til að tryggja góða endingu. Svo er auðvitað líka alltaf gaman að leika sér með skemmtilega liti sem hafa orðið meira áberandi á undanförnum árum.
Annað sem hefur líka verið áberandi er að naglalakka skemmtileg munstur á neglurnar, en þá skiptir öllu máli að eiga marga og góða liti og góða litla pensla til að mála með. Sumir nota líka límmiða og mála í kringum þá og enn aðrir líma úrklippur úr blöðum á neglurnar.
Hér fyrir neðan eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir af nöglum sem hægt er að prófa:
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.