Við höfum oft fjallað um það hér á Pjattinu að fólk eldist mikið betur á okkar tímum en á árum áður…
… þetta getur þó verið mjög misjafnt eins og sjá má á þessum myndum. Burt Reynolds og Mickey Rourke eru t.d svo hræddir við að ellikerling leggist yfir útlit þeirra að þeir eru orðnir hreint furðulegir á að líta.
Burt er t.d. svo strekktur að augun eru næstum komin aftur á hnakka og Mickey er mjög spes, svo ekki sé meira sagt. Semsagt, þú þráir að líta út fyrir að vera ungur en í staðinn líturðu út eins og geimvera. Svo eru aðrir sem bara lifa svo óheilsusamlegu lífi að það stórsér á fólki, þetta á sérstaklega við um gömlu góðu Star Wars stjörnurnar sem hafa örugglega ekki prófað neitt undir sautján sortum í eiturlyfjabransanum. Enn aðrir eru svo bara hreint ljómandi fagrir og bera árin með sóma.
Hvað um það… svona eldist þetta fræga fólk misjafnlega vel.. Áhugaverðar myndir svo ekki sé meira sagt!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.