Lora Arellano, er vinsæll förðunarfræðingur sem þekkt er fyrir einstaklega djarfan og töff stíl en ekki síst fyrir að vera sérlegur förðunarfræðingur stórstjörnunnar Rihönnu.
Lora er með sína eigin förðunarlínu sem kallast Melt Cosmetics. Línan er í takt við persónuleika og stíl Loru og einkennist af djörfum, dökkum og öðrumvísi litum. Ég verð að segja að ég fíla þennan stíl í botn.
Lora er þekkt fyrir að fókusa bæði á augu og varir með skemmtilega djörfum hætti. Þú getur séð myndirnar hér fyrir neðan… hrikalega töff.
Hér getur þú skoðað heimasíðuna hennar og vöruúrvalið!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com