Förðunartrendin í vor og sumar eru undir sterkum áhrifum frá 9. áratugnum með tilheyrandi skærum litum, pastel og áberandi augabrúnum.
Þó útlitið sé kannski ekki eins ýkt og á þessum árum er gaman að prufa sig áfram og leika sér með liti og annað slíkt.
Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir. Þó mæli ég með því að nota aðeins eitt eða tvennt af þeim í einu til þess að forðast “overkill”
Áberandi augabrúnir
Þessi tíska hefur ágerst undanfarin tvö ár og nú er hún svo að segja komin “alla leið”. Leyfið augabrúnunum að vaxa villtum, þykkum og náttúrulegum og notið augnskugga eða blýant til að dekkja þær! Mikið í anda Brooke Shields…
Litaðar varir með “lip stain”
Takið lítið af varalit (ekki glossuðum) eða svokölluðum “lip stain” með fingurgómi og berið á varirnar fyrir smá lit. Þetta er töff útlit án þess að þú lítir beinlínis út fyrir að vera varalituð. Þetta er samt ekki fyrir alla og fyrir þær sem þjást af varaþurrki er mikilvægt að hafa góðan varasalva undir.
Sterkur litur á augum
Náttúrulegt útlit með t.d. skærum augnblýanti gefur skemmtilega yfirlýsingu án þess að vera of mikið. Hægt er að nota alla regnbogans liti, undirrituð heldur þó mikið upp á sægrænan!
Áberandi skyggingar með sólarpúðri eða kinnalit
Sólarpúðurtískan er komin aftur og nú í 80’s stíl! Takið sólarpúður og skyggið frá eyra og niður á kinnbein.
Metal augnskuggi
Bronz, gull eða silfur… möguleikarnir eru margir!
Náttúrulegt andlit
Litað dagkrem eða létt meik, smá kinnalitur og highlight. Þetta ótrúlega langt og smá maskari og gloss er flott með!
Prófaðu þig áfram með þína uppáhaldsliti og útgáfur!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com