Um áramótin er um að gera að spara ekkert við sig í glamúr og vera sem mest áberandi. Endilega bókaðu þér líka tíma hjá förðunar- eða snyrtifræðingi á gamlársdag ef þú ert ekki vel að þér í þessu sjálf.
Hér eru nokkrar hugmyndir að skemmtilegum lúkkum….
Glimmer-gyðjan:
Fyrir þær sem vilja fara alla leið þá er þetta lúkk ótrúlega töff, varirnar sætar og frekar hlutlausar en augun bæði förðuð með frekar dökkri skyggingu, hvítum/silfur augnskugga í krókana og glimmer bæði á augnlok og fyrir neðan augu…. Svo er það t0ppað með áberandi gerviaugnhárum 😉
Áramóta-smokey:
Ef þú elskar smokey augu á þá er auðveldlega hægt að gera það áramótalegt með “metallic” lituðum augnskugga (dökkt bronze eða silfur), taka augnskuggann lengra upp á augnbeinið en vanalega og bæta við glimmeri á mitt augnlok og í augnkróka. Og auðvitað setja gerviaugnhár með.
Litríka gellan:
Flottur sanseraður augnskuggi í áberandi lit yfir allt augnlokið, áberandi gloss (passa að hann tóni við augnskuggann) og flottur “highlight” á kinnbein og augnbein… Voila!
Frost lúkkið:
Náttúrulegur ljómi á húðinni, fölbleikar eða fjólubláar varir, kaldur sanseraður augnskuggi og töff steinar við hliðina á augum eða á kinnbein. Þetta kemur sjúklega vel út og er bæði glamúrus og flott fyrir þær sem vilja ekki hafa of mikið glimmer eða dökka liti.
Silfuraugu og rauðar varir:
Velja þarf flottan silfurhvítan augnskugga með sanseringu og rauðan varalit eða gloss með glimmerögnum. Ef glossinn er ekki með glimmerögnum er alveg hægt að blanda bara venjulegu glimmeri við.
Bleika gellan:
Ef þú vilt vera bleik um áramótin þá er flott að taka bleikan lausan augnskugga, dúmpa yfir augnlokið og setja ljósan skugga á augnbeinin. Svo geturðu sett fallegt bleikt glimmer við hliðina á augunum eða á augnlokin og gloss á varir.
Eins og þið sjáið er allt leyfilegt á áramótunum og um að gera að nýta sér það og fara út fyrir rammann í því sem er vanalega gert. Ekkert er of mikið (innan skynsamlegra marka)
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com