Þetta er frábær maski sem hreinsar húðina, gefur orku og fjarlægir dauðar húðfrumur. Mér leið eins og ég hefði sturtað í mig nokkrum expressó þegar ég var búin að skola þennan af mér og húðin ljómaði.
Það sem þú þarft:
- Ein eggjahvíta
- 2 msk sjávarsalt eða annað gróft salt
- Kaffikorgur
Þú einfaldlega velur þér fallega skál og blandar hráefnunum saman. Best er ef þú nærð að setja hæfilegt magn af kaffikorg til að gera þetta að paste – þá er auðveldast að bera þetta á andlitið. Ég notaði gaffal og ‘þeytti’ smá, svona eins og amma gerði við pönnukökudeigið í gamla daga.
Best er að byrja samt á því að hella sér upp á kaffi og nota svo korginn úr uppáhellingunni í þennan maska. Þá er maður svo umhverfisvænn! Svo berðu herlegheitin á andlitið með hringlaga hreyfingum og leggst svo fyrir í nokkrar mínútur og slakar á áður en þú þværð af þér.
Mmmm húðin verður undurmjúk!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.