Ein ástæða þess að sumar konur eru unglegri og sléttari en aðrar er meðal annars rétt umhirða húðarinnar.
Margar okkar fara að leggja aukna áherslu á þetta eftir sirka 35 ára aldurinn en leikkonan fagra Eva Longoria, sem er 37 ára, segist leggja allra mesta áherslu á rétta umhirðu húðarinnar í sinni bjútí-rútínu. Hún mætir vikulega í andlitsbað og segist hreinlega vera krema-djönkí. Hún elskar krem!
Og þetta er rétt hjá henni því eitt af því yndislegasta sem sönn pjattrófa getur gert er að leggja sig í hendurnar á góðum snyrtifræðingi. Snyrtifræðingar eru næstum því eins og húðlæknar þar sem þau eru sérhæfð í umhirðu húðarinnar og aðgerðum sem gera hana fallega, en þar fyrir utan slakar maður alltaf ó svo veeel á í höndunum á góðum snyrtifræðingi. Meðal annars þessvegna er þetta kallað dekur 😉
Á haustin er tilvalið að nýta sér þjónustu snyrtistofanna. Þetta geri ég gjarna því sérlega áhrifaríkar meðferðir gera húðina oftar en ekki viðkvæma um stutt skeið.
Þá er efsta lagið tekið af húðinni og um leið nýtist virkni kremanna sem við notum mun betur en hún má helst ekki vera mikið í sól.
Hjá Snyrtistofunni Garðatorgi er m.a. unnið með húðvörur, ávaxtasýrur, frá Dr. Murad sem ég skrifaði um HÉR.
Sýrurnar örva endurnýjun húðarinnar ásamt því að taka efsta húðlagið af og efla hana í því að ‘gera við sig sjálfa’. Það er virkilega gott að koma í eitt skipti en mjög mikill árangur næst af því að koma þrisvar í röð og þá einu sinni í viku. Húðin stinnist, þéttist og fær sléttara yfirbragð. Svitaholurnar draga sig saman og þú verður öll sætari. Það er mjög gott að nota svo maska beint eftir meðferðina því þannig færðu bestan árangur.
Allar Murad húðmeðferðarvörunar innihalda ávaxtasýrur og ávaxtaensím en það sem ávaxtasýrur gera umfram önnur innihaldsefni er:
Gefa húðinni mikinn raka, auka frumuendurnýjun húðar, fjarlægja dauðar húðfrumur, draga úr fínum línum, draga úr hrukkum, minnka öramyndun, hreinsa húðina og fjarlægja óhreinindi, vinnur á litabreytingum og minnkar viðkvæmni svo eitthvað sé nefnt.
En hvort sem þú velur sýrurnar eða annað mun snyrtifræðingurinn þinn alltaf aðstoða þig við val á vörum og meðferðum sem henta húð þinni og húðástandi og þeim árangri sem þú vilt ná með húð þína.
Ef þú ert ekki þegar búin að plana heimsóknir á snyrtistofu skaltu skoða það núna því nú er einmitt rétti tíminn!
Hér má sjá dísina Longoriu segja frá því hvað henni finnst mestu skipta fyrir fallegt útlit..
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.