Svona í tilefni þess að það er júrópartýstuð í loftinu þá ákvað ég að sýna eina fallega förðun og hárgreiðslu sem hægt væri að skella í fyrir gleðina.
Ég ákvað að gera förðun sem allir gætu aðlagað sínu andlitsfalli og greiðslu sem er nýmóðins og skemmtileg.
Vörur sem ég notaði:
- Strobe Cream-MAC
- Fast Response Eye Cream-MAC
- Capture Totale-Dior
- Cover All Mix-Make up Store
- Eyeprimer clear-Make up Store
- Vanilla augnskugga-MAC
- Ombre Solo augnskugga nr. 12 og 2-YSL
- Teddy Eye Kohl-MAC
- Drama Mascara-Make up Store
- Strazz Amethyst steinar-Make up Store
- Reflex Cover light-Make up Store
- Pigment/Vanilla-MAC
- Blunt powder blush-MAC
- Blush Must Have-Make up Store
- My precious Coral varablýantur-Make up Store
- Exit varalitur-Make up Store
- Sandstorm matt varablýantur-Make up Store
ATH: Að sjálsögðu er hægt að gera þessa förðun án þess að nota þetta magn af vörum!
T.d. er hægt að blanda varaliti saman til að fá nýjan lit, ljósan augnskugga í staðinn fyrir pigment, varalit sem blautan kinnalit…o.s.f.r.v. Endilega setjið inn í fyrirspurnir í komment hér fyrir neðan ef það er e-ð sem ég get leiðbeint ykkur með til að fá Fabjúlos förðun.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.