[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=jWKXit_3rpQ#t=78[/youtube]
Jean Kilbourne (f. 1943) hefur helgað starfskrafta sína alfarið í að berjast gegn hlutgervingu kvenna í fjölmiðlum. Hún er heimsþekktur fyrirlesari sem hefur bæði skrifað greinar, bækur og gert heimildarmyndir um þetta mál (meira um hana HÉR).
Dove er vinsælasta fyrirtæki heims á samfélagsmiðlum. Eina ástæða þess er sú að þau nota ‘venjulegar’ konur í markaðsherferðum sínum. Ekki af því að Dove er svo framúrskarandi góð vara.
Fyrirlesturinn hennar Jean er nokkurra ára en hann sýnir okkur og sannar að það er full ástæða til að minna sig daglega á að allar myndir af kynsystrum okkar sem við sjáum í blöðum og tímaritum eru fiffaðar til. Og sumar á Instagram. Eins og Cindy Crawford sagði svo eftirminnilega “Ég vildi að ég liti út eins og Cindy Crawford.” Það lítur enginn svona út!
Eitt helsta baráttumál aðstandenda anorexíu sjúklinga og þeirra sem hafa náð bata frá þeim sjúkdómi er að sporna gegn þessari myndvinnslu eða minna okkur neytendur á að þetta er allt í plati.
Við hér á Pjattinu höfum alla tíð fagnað fjölbreytileikanum og reynt að leggja ofuráherslu á að minna okkur sjálfar og lesendur á blöffið sem fylgir útlitsbransanum og auglýsingum eða annari markaðssetningu sem tengist honum. Hvort sem er dulinni markaðssetningu í gegnum samfélagsmiðlana eða þessa augljósu í glanstímaritum.
Þetta er ekki alltaf auðvelt, sérstaklega ekki eftir að hægt er að niðurhala appi í síma sem breytir líkamanum og útlitinu með sama hætti og photoshop á FB myndum eða á Instagram. Það er sannarlega aldrei allt sem sýnist.
Hver og ein okkar þarf að taka persónulega ábyrgð.
Við þurfum reglulega að minna hvor aðra og okkur sjálfar á að það sem við sjáum á netinu og í fjölmiðlum er yfirleitt ALLTAF feik.
Við skulum ekki fótósjoppa okkur sjálfar eða breyta vextinum með öðrum forritum. Það er eitt að vilja vera sæt, kunna að setja upp kjút myndasvip, nota filter á Instagram og kunna að stilla sér upp fyrir myndavélina eins og hún Trisha vinkona okkar (hrikalega fyndið).
Það er annað að breyta myndum til að líkjast fótósjoppuðu Victorias Secret módeli með engar svitaholur og allt of fá rifbein.
Sumar vísur eru aldrei of oft kveðnar en fyrirlesturinn hér að ofan er verðug áminning og ég hvet þig til að deila þessu áfram á aðrar konur.
Stöndum saman gegn þessu rugli – af því þetta er raunverulega alvarlegt mál. Dauðans alvara.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.