Jæja stelpur, ef þið eruð komnar yfir fimmtugt og veljið frekar leggings með hlébarðamynstri í staðinn fyrir perlueyrnalokka og beislitaða gollu þá eruð þið ekki einar.
Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Bretlandi kom á daginn að konur yfir fimmtugt klæða sig mikið meira ögrandi og sexý en þegar þær voru á unglingsaldri. Þetta mun meðal annars gert í þeim tilgangi að kalla eftir athygli hins kynsins. Að sjálfsögðu er búið að gefa þessum dömum sérstakt nafn, ‘Swofties’ sem stendur fyrir Single Women over Fiftie!
Þessar hressu eldri konur klæðast hönnunarfatnaði, fara á tónlistarhátíðir og sötra kampavín við hvert tilefni en samkvæmt grein um málið í Mail Online segir að þær séu að njóta frelsins eftir skilnað. Sem einhleypar ömmur ráði þær alfarið sjálfar í hvaða föt þær fara og reyna hvorki að þóknast eiginmanni né öðrum. Og flestar, eða um þriðjungur, taka fram að nýfengið frelsi sé svo skemmtilegt að þær hafi takmarkaðan áhuga á að fara aftur í sambúð með karli.
Rannsóknin náði til 1000 kvenna á aldrinum 50-65. Þar af hafði helmingur kvennanna skellt sér á ‘deit’ á síðustu 12 mánuðum og ein af tíu hafði fundið stefnumót í gegnum netið.
Dan Rubel, eigandi vefsíðunnar isme.com, (sem stóð að þessari rannsókn) sagði að hugmyndin um ömmuna sem skilur og sættir sig við barnagæslu og bingó fram að elliheimilinu væri hugmynd sem tilheyrði fortíðnni.
Húrra fyrir því!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.