Þessi hárgreiðsla fékk mig til að horfa tvisvar og förðunin er fullkomin líka en hárið er töff samt með slatta af klassa og er algerlega fullkomin hvort sem dag-eða kvöldgreiðsla!
1. Þú skiptir upp hárinu í þrjá stóra parta og byrjar fyrst á að vinna með toppinn og greiðir hann lauslega upp í hálfgerðan móhíkana og spreyjar með hárspreyi t.d. L’Oreal Elnett Satin.
2. Skiptu hárinu á hnakkanum í fjóra parta, rúllaðu hverjum part í snúð og festu snúðana með hárspennum (2 hárspennur ættu að duga á hvern snúð). Hafðu engar áhyggjur þótt þetta verði soldið messí, hárið á að líta út fyrir að vera smá messí. Spreyjaðu yfir allt hárið með hárspreyi og kláraðu greiðsluna með því að nota fingurnar.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.