Rétt í þessu var ég að þrífa af mér einn besta heimatilbúna maska sem ég hef prófað!
Ég er nokkuð viss um að þessi þrjú einföldu innihaldsefni leynist í öllum eldhússkápum!
Í maskann þarf:
- 1 teskeið engifer
- 1 teskeið kanill
- 1 teskeið hunang
Það er ekki flókið innihald í þessum maska en góður er hann!
Þessu eru öllu hrært saman svo úr verður þykk og fremur ólystug leðja.
Ég notaði verulega útrunnið engifer. Vonum að það komi ekki til með að skaða mig. Kryddhillu tiltekt hefur hér með verið sett á dagskrá.
Maskanum er smurt á andlitið og leyft að hvíla þar í 15-20 mínútur. Ég mæli með að þið notið skeið eða einhverskonar spaða til þess að bera þetta á ykkur því maskinn er dálítið klístraður. Það er samt ekkert mál að ná honum af með þvottapoka eða handklæði.
Húðin á mér er eins og silki eftir þessa meðferð. Besti heimatilbúni maski sem ég hef prófað – og er ég nú ansi dugleg við að mixa hina ýmsu maska.
Mæli með því að þið prófið.
Guðrún Veiga er mannfræðingur að mennt. Týpískt naut, kann vel að meta veraldleg gæði og þrjósk með eindæmum, fagurkeri og eyðslukló.
Naglalökk eru hennar helsti veikleiki og líkamsrækt stundar hún ekki en viðheldur brennslunni með óhóflegri kaffidrykkju.