Í dag fór fram hin árlega gleðiganga Gay Pride og flyktust fjöldamargir niður í Lækjargötu til að fylgjast með þessari yndislegu göngu.
Pjattrófur fagna að sjálfsögðu fjölbreytileika og litrófi lífsins alla daga ársins en þar sem að dagurinn er sérstaklega tileinkaður samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki er vel við hæfi að skoða myndir af nokkrum glæsilegum drottningum sem kalla ekki allt ömmu sína.
Dragdrottningar eru í miklu uppáhaldi hjá mér persónulega. Þær endurspegla hugmyndafræði sem er einfaldlega svo heillandi: Hver sem er getur verið drottning og látið ljós sitt skína.
Burt séð frá kynhneigð eða þjóðfélagshóp, menntun, aldri eða kyni – inni í okkur öllum er drottning og það er hollt fyrir bæði hjarta og sál að hleypa henni út með reglulegu millibili.
Þar að auki eru þær án vafa langbestar í öllu sem snertir hár, make-up, skvísulegheitum og hvernig maður á í raun að vera.
Fyndnar, fabúlus og nákvæmlega sama hvað fólki finnst um þær.
Páll Óskar misskildi kannski eitthvað en það geta VÍST allir verið ,,gorgeous” (…eins og ég)
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.