Árið 2007 fór ég síðast í ljós. Þá voru örugglega 10 ár frá síðasta skipti svo eðlilega brann húðin mín.
Eftir þetta uppátæki, í raun bara beint á eftir, átti ég svo fund á Grand Hótel með hópi þaulreyndra snyrtifræðinga. Ég var að ritstýra veglegu afmælisriti félagsins og við þurftum að ræða málin.
Þarna mætti ég alveg kafrauð í framan og varð að játa syndir mínar fyrir hópi fagmanna í fegurð. Þær húðskömmuðu mig, – bókstaflega!
Eitt það vitlausasta sem maður/kona getur gert til að vera sætari er að fara í ljós. Þetta er eins og máltækið að það sé skammgóður vermir að pissa í skóna sína.
Þú verður kannski sætari beint á eftir (eða eftir að roðinn fer) en eftir nokkur ár fer að sjá á þér og svo verður þú hrukkóttari en jafnaldrar þínir með tímanum.
Sjúskaðast er fólkið sem bæði reykir pakka á dag, þambar próteindrykki og stundar ljósabekkina. Það er varla til verra kombó fyrir útlitið held ég.
Eníhú. Efir að hafa verið algjörlega bannað að fara í ljós byrjaði ég að fikta með brúnkukrem og brúnkusprautun. Hvorutveggja eru skaðlaus fyrirbæri enda er úðinn sem slíkur bara eins og hvað annað krem og engar rannsóknir hafa sýnt fram á að þetta sé skaðlegt.
Ég er samt ekki þessi týpa sem finnst alveg nauðsynlegt að vera brún til að vera sæt. Það er hægt að vera eins og Mjallhvít en samt voða fín og sæt. Og meiri brúnka er alls ekki það sama og meiri fegurð en hér á klakanum þar sem sólin skín stundum ekki mánuðum saman er allt í lagi að feika þetta aðeins.
Í raun er ‘mátulegt’ bara það sem máli skiptir í þessum efnum. Að hafa litinn mátulega mikinn en vera ekki eins og fitness-keppandi eða þáttakandi í raunveruleikaþáttunum Jersey Shore.
Ef þú skoðar myndir af rauða dreglinum blasir við að önnur hver dama þar fór í sprautun, það er að segja ef þú þekkir til. Mér finnst t.d augljóst að Taylor Swift er búin að láta úða sig fyrir þessa uppákomu.
Einu skiptin sem þetta verður ljótt eða skrítið er þegar efnin eru léleg, húðin ekki vel undirbúin og amatörar að verki. Einnig geta komið skil og klessur ef litarefnið safnast í dauðar húðfrumur sem síðan ættu að fara af en safnast saman t.d. við augabrúnir, í handakrikum og við hársvörðinn og þá færðu þetta hræðlega Lindsay Lohan á fimmta degi í djamminu lúkk. Enn verra er svo þegar brúnkuefni er bætt við án þess að fjarlægja þessar dauðu húðfrumur fyrst.
Helena brúna og fagra
Nú prófaði ég að fara í brúnkusprey á snyrtistofunni Helenu Fögru um daginn. Þær hafa frábæra aðstöðu til verksins, eru með sérstakt spraytan tjald og miklar fagkonur í verkinu sem segja þér allt um hvernig liturinn endist sem best og hvernig þú átt að passa upp á hann sé fallegur.
Hér eru nokkrir punktar:
1. Vertu búin að nota kornaskrúbb á húðina tveimur dögum áður, eða í nokkra daga áður) en þú ferð í tanið. Notaðu líka þurrbursta eða svona hamphanska. Þetta er til að tryggja að þú sért með nýtt húðlag (ekki dauðar húðfrumur á yfirborðinu) og þannig endist liturinn lengur og verður jafnari.
2. Ekki bera á þig body-lotion daginn sem þú ferð í tan.
3. Ekki nota ilmvatn eða svitalyktareyði áður en þú ferð í tan.
4. Ekki vera með meik í framan þegar þú ferð í tan.
5. Mættu í víðum svörtum fötum (jogging galla) og brjóstahaldaralaus.
6. Reiknaðu með að liturinn sé í um 8-10 kls að taka sig áður en þú ferð í sturtu.
7. Liturinn þvæst úr rúm -og náttfötum.
9. Notaðu vel af body-lotion eftir sturtuna og vel af því alla næstu daga.
10. Tanið endist í um 3-7 daga og þú getur látið það endast lengur með því að bera á þig brúnkukrem.
Margar flaska á því að fara í panikk þegar þær sjá sig verða dekkri og dekkri í þessa 8-10 tíma meðan liturinn er að taka sig.
Ein vinkona mín stökk í sturtu eftir 3 kls, alveg í sjokki. Ekki taka mark á þessum tíma. Þú ert pínu eins og tan-mom í þessa klukkutíma en svo ferðu í sturtu og færð fallega litinn. Ég reyni að halda mig inni á þessum tíma af einskærri nærgæti við meðbræður mína og systur en eftir að liturinn er orðin eins og hann á að vera fer ég út á meðal fólks og fæ bara hrós fyrir hvað ég líti nú einstaklega vel út.
Hér á Íslandi hef ég hingað til alltaf farið í Mizu og einu sinni í klefann hjá NYX í Kópavogi þegar ég hef viljað smá lit fyrir sérstök tilefni.
Á föstudaginn prófaði ég svo snyrtistofuna Helenu fögru í fyrsta sinn og veit að ég mun fara þangað aftur því útkoman var alveg frábær.
Mjög fallegur litur, ekki of gulur og heldur ekki of bronsasður. Bara mitt á milli. Alveg frábær!
Sprautun á allan líkamann kostar þar 5.500 en bara andlit og bringa kostar 3.000.
Snyrtistofan Helena Fagra er í græna húsinu fyrir ofan Hlemm (Laugavegi 163) og hefur verið síðustu 20 árin. Fagkonur þar að störfum.
Smelltu hér til að fræðast meira um þessa meðferð hjá Helenu Fögru og ekki hika við að skella þér þangað ef eitthvað tilefni er framundan þar sem þú vilt vera extra sæt og fín!
Svo skora ég á þig að gera tilraunir með brúnkukrem heima hjá þér og endilega farðu eftir leiðbeiningunum 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.