Það hefur færst í aukana að karlmenn óski eftir að fara í brasilískt vax en ekki eru mörg ár síðan konur fóru að láta vaxa sig að neðan þannig að ekki fyndist stingandi strá þó leitað væri með smásjá.
Skiptar skoðanir eru hvaðan þessi hugmynd kom, hvaða gagn vaxmeðferðin á að gera, hvort þetta sé partur af útlitsdýrkun og hver raunverulegur tilgangur þessarar meðferðar er en nú er staðreyndin sú að karlmenn eru að óska eftir þessari þjónustu.
Að gamni mínu prófaði ég að gúggla “Brazilian vax for men” og ætlaði varla að þora að smella á enter og hvað þá kíkja á síðurnar sem komu upp en varð ég frekar hissa þegar ég lenti á síðum sem hreinlega ráðleggja karlmönnum hvernig eigi að koma sem best undirbúnir í vaxmeðferðina umdeildu.
Sem sagt, brasilísk vaxmeðferð fyrir karlmenn er stunduð! Meðal annars á Íslandi! Jahérnahér….
Þetta er meðal annars mælt með að gera áður en karlmaður mætir í vax.
1. Vertu nýbúinn í sturtu þegar þú mætir í vax
2. Ekki bera á þig krem fyrir meðferð
3. Ekki raka þig fyrir vaxið, hárið á að vera a.mk. 0.5 cm á lengd
4. Eftir vaxmeðferðina vertu í lausum nærbrókum
5. Slakaðu á meðan meðferð stendur (einmitt!)
En hvað mega svo karlmenn búast við þegar þeir mæta í svona meðferð ?
1. Þú þarft að fara úr að neðan
2. Snyrtifræðingurinn mun þrífa heilaga svæðið
3. Snyrtifræðingurinn mun snyrta hárin áður
4. Þú ertu vaxaður að neðan (ái)
5. Snyrtifræðingurinn mun sýna þér með spegli afraksturinn
Þess ber að geta að örfáar stofur á Íslandi bjóða þessa þjónustu…
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.