Fyrir nokkrum árum setti Bobbi Brown nýjar, byltingakenndar vörur á markað sem bera nöfnin Corrector og Creamy Concealer.
Það sem er sniðugt við þessar vörur er að þær hjálpa manni við frísklegt útlit á augabragði. Vörurnar hafa slegið svo í gegn hjá konum um allan heim að Bobbi kallar þær “The secret of the universe”, eða Leyndarmál alheimsins.
Um er að ræða tvær gerðir af hyljara, annars vegar Corrector í bleikum/ferskjutón (Bisque og Peach) sem sér um að taka í burtu bláa/fjólublá og brúna tóna á undraverðan hátt og birta upp augnsvæðið. Hann er borinn á fyrst með þar til gerðum hyljarabursta.
Svo er það Creamy Concealer í góðu úrvali af litum sem samræmast manns eigin húðlit. Sá er borinn á yfir Corrector-inn og birtir ennþá meira upp.
Gott er að byrja á því að bera gott rakagefandi augnkrem að eigin vali á augnsvæðið til þess að áferð hyljarans verði betri og hann sé auðveldari í notkun.
Einnig er hægt að fá Creamy Concealer í umbúðum með litlu púðri sem gott er að “dúmpa” yfir í lokaumferð til þess að festa hyljarann og fjarlægja glans. Það púður er svo líka hægt að nota á restina af andlitinu.
Hér er myndband af Bobbi Brown sjálfri að kenna á Corrector & Concealer. Njótið vel!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=-3KwU1wGZ3U[/youtube]
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com