Hún Ellen ákvað að skella sér í meikóver og leyfa Pjattrófunum að fylgjast með.
Við fengum Dagnýju á Salon Veh með okkur í lið en sá snillingur ætlar að vera Pjattrófunum innan handar í framtíðinni og þú getur sent henni hárspurningar hér í gegnum síðuna okkar. Markmið Ellenar var að lýsa sig upp enda er oft sniðugt að gera það þegar árin færast yfir og maður nálgast skvísurnar í despó.
Ellen þurfti þó að ganga í gegnum svolitla þrautagöngu áður en lokamarkinu var náð. Það er aldrei hókus pókus að fara frá dökku yfir í ljóst. Hárið getur orðið appelsínugult í millitíðnni og það hefur í för með sér tímabundnar þjáningar. EN það er ALLTAF ljós við enda ganganna.
Eftir þrjú breytingarstig varð lokaútkoman alveg geðveikt flott og Ellen sjaldan verið glaðari. Hamingjuóskum rignir yfir Facebook prófílinn og einhleyp konan veður í sénsum. Ferlið tók um það bil einn mánuð frá upphafi til enda.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.