Hefurðu velt því fyrir þér hvernig það væri að vakna á hverjum morgni, lítandi stórkostlega út?
Augnháralenging er svarið. Það er hreinlega ekki til einfaldari leið að stórstjörnuútliti klukkan sjö alla morgna á Íslandi í janúar.
Ég fór í augnháralengingu á Snyrtistofunni Garðatorgi í gær eftir að hafa lesið umfjöllun Margrétar í Make Up Store um hæfileika þeirra á þessu sviði.
Meðferðin tók tæpa tvo tíma og var í alla staði mjög þægileg. Ég steinsofnaði í stólnum og vaknaði svo eins og endurnærð Hollywood stjarna á eftir. Ekki slæmt það, svona á mánudagsmorgni.
Augnháralenging gengur þannig fyrir sig að gerviaugnhár, ýmist úr minkahárum eða næloni, eru límd á manns eigin augnhár. Þau eru lengst út við endana og styttri í miðjunni þannig að þú færð þessi fullkomnu ‘Bamba’ augu.
Augnhárin eru einnig mjög dökk þannig að maskari verður óþarfur og í raun þarftu voða lítið að mála þig með svona augnhár – sem styttir tímann sem fer í að taka sig til á morgnanna og það finnst mér mikill kostur!
Þú getur fengið augnháralengingar í þremur lengdum. 9 mm, 10 mm og 11 mm. Flestar taka 10 mm en það kemur eðlilega út þannig að fólk er svona á báðum áttum hvort þau eru ekta eða ekki. Ætli hún Kim vinkona okkar sé ekki með lengd 18 hér á myndinni fyrir ofan. Semsagt mikið lengri en það sem stelpurnar á Garðatorgi gera, þó allt sé eflaust hægt fyrir þær sem það vilja, en Kim notar líka gerviaugnhár ofan á lengingarnar.
Augnháralenging er algjör snilld fyrir þær konur sem hafa lítinn tíma til að græja sig á morgnanna eða vilja skarta sínu fegursta. Svo ekki sé minnst á dömur sem eru sjálfar ekki með góð augnhár. Augun eru spegill sálarinnar og þau verða enn fallegri séu augnhárin löng og kisuleg.
Ég held að ég sé orðin pínu háð þessu núna, eins og flestar sem byrja. Augnháralenging leggur nefninlega saman tímasparnað og betra útlit og það er sannarlega kostur í önnum dagsins.
Lestu meira HÉR á heimasíðu Snyrtistofunnar Garðatorgi og kíktu HÉRNA á stjörnunar á Golden Globe (gott ef þær eru ekki ALLAR með lengingar!)
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.