Hefurðu einhverntíma horft á mynd af segjum, – Cameron Diaz, að fetta sig á pinnahælum í glanstímariti og óskað þess að þú værir svona fáránlega fögur á búkinn.
Höfum við ekki flest einhverntíma skoðað svona myndir, borið okkur ósjálfrátt saman við þetta ofurfagra fólk í huganum og orðið fyrir pínkuponsu vonbrigðum í eina eða tvær nanósekúndur? Jú, líklegast.
Vandamálið er bara (og það er bæði súrrealískt og fyndið) að við gætum eins verið að gera sambanburð við Andrés Önd. Svo raunhæfur er þessi samanburður.
Teikniforritið Photoshop er svo magnað að það hreinlega býr til manneskju sem er ekki til, ekki frekar en Andrés Önd, og við þetta erum við ósjálfrátt að miða okkur.
Hér sérðu frægar Hollywood dísir, myndaðar annars vegar í stúdíói með hárréttan
farða við fullkomin birtuskilyrði og því næst “photoshoppaðar í drasl” (svo maður tali nú fallega íslensku), og hinsvegar sjáum við myndir af þeim sem eru teknar við ýmsar aðstæður, hvort sem þær eru að skokka, í sólbaði eða bara eitthvað að sinna daglegum störfum.
Næst þegar þú sérð svona mynd og finnur samanburðar skrattann byrja að hvísla skaltu bara hugsa um hinn káta Andrés Önd og hlægja inni þér.
Eini samanburðurinn sem er í boði er að bera sig saman við sjálfa sig. Enga aðra og ekkert annað og allra síst glansmyndir í tímaritum, – því þær eru í raun bara teikningar. Og hana nú! 🙂
_____________________________________________________________________
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.