Miðlungs sídd á hári er virkilega vinsæl núna og því tilvalið ef þú ert ein af þeim sem hefur aldrei þorað í styttra hár að prufa þig áfram.
Ragnar Jónasson, eða Raggi klippari, eins og margir þekkja hann er með puttann á púlsinum þegar það kemur að því nýjasta í hártísku og trendi. Raggi er að klippa á stofunni Basic sem þú getur fundið í Firðinum Hafnarfirði. Ég treysti honum 100% fyrir hárinu mínu og er alltaf ánægð með útkomuna.
Hér er mynd frá síðustu heimsókn minni í stólinn til Ragga. Hann dekkti rótina og klippti meira af hárinu en til að gefa hárlitnum góða hreyfingu fékk ég strípur í hárið sem ég er að fíla virkilega mikið.
Ég hef alltaf verið með frekar sítt hár frá því ég man eftir mér, hef í gengum árin og verið dugleg lita hárið og leyft mér að prufa ýmislegt þar. Hafmeyjurautt hár til dæmis.
Ég hef þó alltaf verið undarlega hrædd við að stytta hárið mitt. Man eftir að hafa fengið hræðilega klippingu þegar ég var 12 ára þar sem hárið var stytt ferlega mikið og hef ekki þorað að sytta það síðan, hrædd um að það verði eins. Ég komst þó yfir þá hræðslu þegar ég kýldi á það að stytta það núna og það varð ekki verra þegar ég varð sjúklega ánægð með breytinguna.
Millisítt myndi nú kannski ekki fyrir flestum teljast sem stutt hár en það er það í mínum huga. Hver veit nema ég þori að taka skrefið enn lengra og klippa meira af því?!
Það er allavega ekki útilokað svona þegar maður er búinn að taka skrefið. Ég mæli með að þú prófir. Þetta vex þá bara aftur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.