Þar sem ég er orðin 48 ára þrælroskin miðaldra kona er ég svona í rólegheitunum byrjuð að sanka að mér yngingartrixum.
Maðurinn minn spyr mig nánast daglega hvort ég hafi nokkuð keypt vítamín þann daginn… ég elska nefninlega vítamín og stúdera allt sem viðkemur þeim. Það er líf mitt og yndi hreinlega enda lyfjatæknir! En svona að öllu gamni slepptu er gaman bæði að gera samanburð á bætiefnum, hvað þau gera fyrir mann, hversu öflug þau eru… svo ég tali nú ekki um misjafn verð á milli bæði heilsubúða og apóteka.
Það er mjög gott ráð, þar sem sumarið dinglar hér við túnfótinn, að breyta til með vitamininntökuna. Við þurfum nefninlega minna yfir sumartimann en þegar myrkrið og kuldinn skellur á í september má svo taka þráðinn upp að nýju.
Að því sögðu. Þetta eru 7 upphalds yngingartrixin mín þessa dagana…
1. Öflugt og kraftmikið!
Life Extension er stútfullt af andoxunarefnum, sannkallað yngingarvítamín. Ber gera kraftaverk fyrir húðina og Life Extension bætiefnið inniheldur mikið af C-vitamini, Goji berjum og Acai berjum ásamt fjölda annarra virkra bætiefna. Snilldar vítamín fyrir þá sem vilja dúndrandi orku og úthald hvort sem er i vinnu eða hjónalífinu.
2. Silica- Hár niður á rass!
Silica er frábært bætiefni fyrir húð, hár og neglur. Ég fann fljótt mikinn mun á húðinni minni, meiri þéttleiki og ljómi.
3. Túrmerik – Burt með bólgur!
Lífrænt malað Túrmerik er stórniðugt bæði i morgundrykkinn og í matargerð, seiðandi, framandi stemmningsbragð sem á vel við í flestum mat, dúndra matskeið í minn drykk alla morgna!
4. A&D vítamín – Fyrir húðina og br-skeiðið!
A&D vítamínið frá Now er góð viðbót, þó sér í lagi fyrir konur. A vitamin er sérlega heppilegt fyrir húð sem er að byrja að eldast en einnig frábært við húðþurrki. A vítamín er fituleysanlegt vitamin og er nauðsynlegt fyrir sjónina, frjósemi, ónæmiskerfið og slímhimnuna.
D-vítamin er frábært fyrir upptöku á kalki, eins gegnir það mikilvægu varnarhlutverki fyrir krabbamein, sér í lagi brjóstakrabbamein. D-vítamin á þátt í að hægja á öldrun og minnkar líkur á sjálfsofnæmis og bólgusjúkdómum. Þetta helst að sjálfsögðu allt i hendur i takt við heilsusamlegan lifsstil og fjölbreytt mataræði.
5. Kókosolía – Á kroppinn og á pönnuna!
Þessi fljótandi kókosolía frá Natures Aid er fljótandi snilld! Maka henni á mig eftir baðið, set slurk i morgundrykkinn minn og steiki matinn með henni, yndislega bragðgóð.
6. Magic Concealer – Jafnast á við lýtaaðgerð!
Helena Rubinstein með enn eina snilldina, Magic Concealer er á við heimsókn til lýtalæknis! Þessi frábæri baugafelari er undur og viti menn hann er augnkrem í leiðinni. Gef svona túpu frá Helenu tíu stjörnur takk.
7. BB kremið – Uppáhaldið mitt
BB dagkremið frá L’Oreal er hrein og tær snilld, langar á dansiball i hvert sinn sem ég set það á mig! Falleg áferð með örlitlum glans og auðvitað inniheldur það einnig sólvörn. Þetta er sú vara sem tekur mann til hæðstu hæða að mínu mati. Ómissandi í snyrtibudduna!
Dóra elskar að föndra við snittugerð en matur hefur alltaf haft mikil áhrif á hennar líf. Svo mikil að Dóra byrjar flesta morgna á að hugsa um hvað eigi að vera gott í kvöldmatinn. Hún býr á Seltjarnarnesi, á tvær æðislegar stelpur og sætasta golfara í heimi (að ólöstuðum okkar). Dóra lærði til lyfjatæknis árið 2001 en áhugamál hennar snúast um allt sem tengist mat, hreyfingu, dansi og útivist.