Nú þegar haustið er að taka við af sumrinu breytist tískan í förðun, hári og fatnaði. Við tekur nýtt tímabil þar sem allt verður dekkra og töffaralegra.
Áherslan í förðuninni í haust og vetur verður á augunum og því er smokey förðun tilvalin. Eftirfarandi eru 6 góð ráð til að framkvæma fallega smokey förðun:
- Notaðu augnskuggagrunn áður en þú berð augnskuggann á. Með þessu móti helst augnförðunin eins allt kvöldið.
- Passaðu þig á að setja augnskuggann á allt augnlokið, undir og við augnháralínuna, því við viljum ekki sjá hvíta bletti inn á milli.
- Mundu að mýkja skuggann. Þetta er það mikilægasta þegar kemur að smokey förðun. Augnskuggin á að eyðast út eða mýkjast upp og ‘feida’.
- Settu hlýjan lit á augnbeinið þar sem dökki skugginn dofnar og láttu þann lit einnig dofna út, best er að nota mjúkan bursta til að mýkja.
- Lýstu upp aungkróakana og svæðið fyrir neðan augabrúnir. Það lyftir þeim upp og stækkar augnsvæðið.
- Notaðu gerviaugnhár til að fullkomna förðunina!
– Gangi ykkur vel!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com