Maskari er sú snyrtivara sem mér finnst erfiðast að vera án – elska að gera mikið úr augnhárunum!
Ég hef verið að sanka að mér möskurum að undanförnu (ekki spyrja mig afhverju). Þeir eiga það þó allir sameiginlegt að gera mikið úr augnhárunum – sem ég elska! Ætli ég sé ekki að leyta að hinum fullkomna maskara sem þykkir og lengir. Ég er ekki enn komin að niðurstöðu, ætli það sé nokkuð einn sem er bestur. Þessir fimm eru þó þeir sem ég hef verið virkilega ánægð með og ég ætla að segja þér afhverju.
Smashbox – Full exposure mascaraVænn fyrir veskið og góður í gæðum. Formúlan í þessum er í þynnri kanntinum þó hann geri vel og mikið úr augnhárunum. Því er auðvelt að fara margar umferðir án þess að hann byrji að klessast. Hann þornar einnig hægt á augnhárunum sem gerir það að verkum að hann klessist einmitt síður. Greiðan er stór og mikil sem ég er mjög hrifin af. Svo er hann parabenfrír sem er gott fyrir viðkvæm augu.
Lancome – Grandoise Wide-Angle Fan Effect Mascara
Þessi kom í haust og eins flestir var ég mjög forvitin og smellti mér á hann á góðu tilboði í Hagkaup. Ég var í smá stund að átta mig á honum þar sem hálsinn er greiðunni er sveigður, líkt og á svani. Eftir að hafa náð tökum á honum fannst mér hann hreint út sagt æðislegur. Þykkir og lengir eins og enginn sé morgundagurinn. Hann er með gúmmígreiðu, sem er í styttri kanntinum sem hjálpar til við að greiða vel úr augnhárunum.
Esteé Lauder – Sumtuous Extreme mascara
Einfaldur og týpískur “þykkir-og-lengir” maskari. Þessi finnst mér svipa mjög mikið til Full Exposure maskarans sem ég nefndi áðann. Greiðurnar á þeim eru svipaðar, stórar og miklar. Hann þykkir vel og gerir vel úr augnhárunum. Öruggt val á maskara.
Chanel – Le Volume
Halló drama – með stóru “D” !! Þessi er alger ofurmaskari!! Hann nær að þykkja alveg ótrúlega vel. Mikið drama hér á ferð. Virkilega góður, ég er bálskotin! Hann er með þykkri og þéttri gúmmígreiðu sem gerir virkilega mikið úr augnhárunum. Ef þú ert að leita þér að miklu drama þá er þessi málið!
Benefit – They´re Real
Jú ég er með einn sem fæst ekki á landinu en hann er til í Saga Shop í Icelandair vélunum. Fékk mér þennann þegar ég fór til Írlands fyrr í vor. Hann er víst einn vinsælasti maskari í heiminum og margverðlaunaður, ég gat því ekki sleppt því að prófa hann. Hann er með sérstakri gúmmígreiðu sem hjálpar að greiða betur úr augnhárunum í augnkrókunum. Hann heldur sér virkilega vel á og er því mjög endingargóður yfir daginn. Næst þegar þið kíkið í útlöndin – tjekkið á þessum!
Förum maskaraglaðar inní sumarið !! 🙂
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.