Góð húðumhirða er algjör nauðsyn fyrir mér – Mér líður betur, öll förðun verður fallegri og húðvandamál minnka.
Ég tók saman fimm uppáhalds húðvörurnar mínar sem ég nota daglega og vona að þú hafir gagn af… Kannski henta þessar vörur þér líka?
1. Advanced Night Repair frá Esteé Lauder
Eitt besta serum sem ég hef komist í tæri við. Það gerir bókstaflega allt – Stinnir, jafnar húðlit, minnkar línur, mýkir og minnkar húðholur. Ég nota þetta á hreina húð undir dagkrem öll kvöld og suma morgna. Smelltu HÉR til að lesa meira um þetta töfraefni.
2. Hydrating Eye Cream frá Bobbi Brown
Nærir augnsvæðið, minnkar bauga og kemur í veg fyrir fínar línur. Þetta er einnig frábært undir hyljara. Gott að bera á augnsvæði kvölds- og morgna.
3. Protective Face Lotion SPF 15 – Bobbi Brown
Frábært dagkrem sem nærir húðina og verndar hana um leið fyrir geislum sólarinnar. Kremið inniheldur E vítamín og Camillu sem róar og mýkir. Borið á yfir serum og undir farða – eða eitt og sér.
4. Invigorating Night Gel – Ole Henriksen
Inniheldur algjöra vítamínsprengju fyrir húðina og ávaxtasýrur sem hjálpa til við að endurnýja húðfrumur. Mér finnst best að nota þetta 2-3 kvöld í viku vegna mikillar virkni, og nota annað næturkrem þess á milli. Maður vaknar bókstaflega með nýja húð daginn eftir að þetta er notað!
5. Ultra Gentle Cleansing Milk með Shea Butter – L’Occitane
Æðisleg mild hreinsimjólk sem ertir ekki en hreinsar mjög vel. Hægt að nota hana við hreinsun á andlits – og augnfarða, og einnig á morgnana.
Mundu að góð húðumhirða er undirstaða þess að passa upp á útlitið og að falleg og heilbrigð húð er grunnurinn að fallegri förðun.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com