1. BB cream frá Estée Lauder.
Ég er búin að nota BB Cream frá því í vor og ég er svo ánægð með það að ég er alveg hætt að nota meik. Þetta er fullkomið dagkrem, með SPF vörn 35 og náttúrulegri áferð svo þú virðist ekki vera með meik en ert samt með lítalausa og frísklega húð. Ef þú ert ekki búin að prófa BB krem núna þá mæli ég með því að þú gerir það hið fyrsta. Frábær nýjung á snyrtivörumarkaðnum.
____________________________________________________________________
2. Kremaður kinna/varalitur frá Bobbi Brown
Nýjasta uppgötvun mín er sú snilld að vera með kinna-og varalit sameinað í einn sem passar í lítinn vasa eða veski.
Ég er búin að vera nota Pot rouge Fresh melon nr. 24 til að fríska upp á kinnar og varir sem er svona loka-touch á förðuninni og fær mann til að vera hraustlegan í útliti. Algjör snilld til að lífga upp á sig í lok dags þegar maður þarf að bruna beint úr vinnu í kaffiboð eða annað þar sem maður vill vera í ferskari kantinum.
____________________________________________________________________
3. Watt´s Up highlighter frá Benefit
Þetta litla stifti með ljómanum dregur fram allt það besta og lýsir upp andlit þitt svo það verður frísklegt og fullkomið á að líta.
Einstaklega smart og hentugar umbúðir með ljómanum á einum enda og svampi til að dreifa úr honum á hinum.
Watt´s up Highlighter frá Benefit er án efa nauðsyn í snyrtiveski hverrar konu en þetta er hægt að kaupa í Saga Shop um borð í Icelandair vélum, enn sem komið er.
____________________________________________________________________
4. Brush on Bronze kinnalitur frá The Body Shop
Þennan hef ég átt á snyrtiborðinu síðan á síðustu öld. (endurnýja reglulega) Frábær kinnalitur með glit-ögnum til að fá eftirsóttan ferskan ljóma um leið og hann skyggir og veitir manni sólkysstar kinnar. Ofnæmisprófaður, ekki prófaður á dýrum og á góðu verði í Body Shop!
___________________________________________________________________________
5. Natural augnabrúnablýantur/greiða frá Shiseido
Augabrúnirnar ramma inn andlitið og því er sérlega mikilvægt að þær séu fallega snyrtar og lögulegar.
Ég nota þennan frábæra augnabrúnablýant með greiðu frá Shiseido. Þegar velja á augnabrúnalit þá á maður að miða við að nota sama lit og er í hárrótinni manns, (en þó mæli ég aldrei með sérlega dökkum blýanti ef þú ert með litað ljóst hár).
Ég er ljós-skolhærð og því hentar mér best liturinn Ash blonde til daglegra nota en ég á til að dekkja augabrúnirnar örlítið í kvöldförðun. Ég man ekki hvað þessi blýantur kostaði en ég hef átt hann í rúmlega tvö ár og hugsa að hann endist alveg tvö ár í viðbót svo hann er algjörlega hverrar krónu virði.
Gunnhildur pjattrófa kenndi okkur um daginn hvernig má ná fram fullkomnum augabrúnum og þau ráð má finna hér!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.