Gunnhildur pjattrófa útbjó um daginn lista yfir fimm uppáhalds förðunarvörurnar hennar þessa dagana, svo hér kemur minn listi sem er auðvitað alltaf að breytast. Það er erfitt að velja bara fimm hluti á svona lista en ‘aaanyways’…hér koma þeir hlutir sem hafa verið mest áberandi í minni snyrtibuddu undanfarið.
1 Lumi Magique meikið frá L’Oréal
Meikið sem ég er að nota þessa dagana kemur frá L’Oréal. Eins og heitið gefur til kynna, Lumi Magique, gefur það húðinni æðislegan ljóma ásamt því að veita góða þekju. Þetta meik er ég að elska en mér finnst það gera húðina algjörlega gallalausa og mjúka!
2 Glamoflauge hyljarinn frá Hard Candy
Þennan hyljara keypti ég í Flórída í vor og er núna orðin ‘húkked’! Hann gefur mjöööög mikla þekju enda er honum líst sem ‘heavy duty’ á umbúðunum. Maður þarf rosalega lítið af þessum í einu þannig að túpan endist mjög vel. Ef þið eigið leið um USA þá mæli ég með að kíkja á þennan en Hard Candy vörurnar eru frekar ódýrar.
3 Cremesheen gloss frá MAC í lit Japanese spring
Þetta er bara hinn fullkomni hversdags gloss að mínu mati. Mjúkur, ilmar vel og og liturinn er æðislegur! Þennan nota ég nánast á hverjum degi, annað hvort einan og sér eða yfir bleikan varalit.
4 Lip liner frá Max Factor í lit 02 Pink Petal
Ég hef verið að leita eftir hinum fullkomna ‘nude’ varapenna í nokkurn tíma og rakst á þennan um daginn. Þessi er svakalega flottur á móti dökkri augnförðun en þá set ég hann yfir allar varinar og toppa svo með glossi.
5 Shimmering Cream Color augnskuggar frá Shiseido
Ég fæ ekki nóg af þessum! Þessir krem-augnskuggar koma í ótal litum en ég á þrjá liti sem ég nota óspart. Þessir eru frábærir bæði einir og sér en þeir eru líka snilld undir aðra augnskugga, þá virka þeir eins og ‘grunnur’ og líííma augnskuggann á augnlokið! Einfaldir í notkun, endast og endast og mýkja og næra augnsvæðið. Fullkomið!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.