Þessir 5 maskarar hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér upp á síðkastið. Þeir eru allir einstakir á sinn hátt, en þeir eiga það sameiginlegt að gefa fallega þykkt og lengd, á mismunandi hátt.
1. MAC – Zoom fast lash: Þessi maksari hefur verið í miklu uppáhaldi undanfarin ár. Hann þykkir sjúklega vel og gerir augnhárin ýkt. Þessi maskari er með hefðbundum bursta. Hann er líka sérstaklega flottur á neðri augnhárin og tilvalinn fyrir þær sem eru með löng neðri augnhár.
2. L’Oréal – Volume million lashes (So couture): Þessi maskari er ótrúlega góður að því leyti að hann er kolsvartur, lengir vel og þykkir án þess að klessa. Hann er með gúmmíbursta og það er góð lykt af honum
3. Lancôme – Hypnôse Drama: Rosalega góður þykkingar og lengingar maskari og gerir ótrúlega mikið fyrir augnhárin. Á þennan nánast alltaf til. Þessi er í miklu uppáhaldi í vinkonuhópnum mínum. Hann er með hefðbundnum bursta.
4. Maybelline – Falsies volume express: Fullkomin ”everyday” maskari. Lengir og þykkir. Burstinn er með sveigju sem gerir þér kleift að sveigja augnhárunum upp og ná vel að rótunum.
5. Lancôme – Grandiôse: Þessi maskari er nýr frá Lancôme og hefur verið rosalega vinsæll síðan hann kom út. Burstinn er úr gúmmí og nútímanlegur í útliti. Augnhárin verða löng og kolsvört.
Sjálf flakka ég mikið á milli þessara. Það getur oft verið erfitt að finna hinn rétta maskara, þannig ég hvet ykkur til að kíkja á þessa næst þegar þið kaupið ykkur maskara.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com