Oftar en ekki eru það mörg smáatriði sem liggja að baki góðri heildarmynd.
Eitt og annað er hægt að gera með húð, hár og farða sem felst einmitt í því að vinna með það sem mörgum gætu fundist vera smáatriði og ekki skipta miklu máli. Þetta eru hinsvegar aðalatriðin.
Hér eru nokkrar tillögur að því hvernig má ná fram frísklegu útliti:
1. Húðin
Stærsta líffæri líkamans og að mínu mati það mikilvægasta sem þarf að huga að hvað varðar frísklegt og fallegt útlit. Hún verður oft líflaus og grá á veturna og því er gott að skrúbba hana reglulega og næra eftir á. Kornaskrúbb frá Body Shop skila árangri og eru á góðu verði en flest merkin framleiða einhverskonar skrúbba eða kornakrem.
2. Brúnkukrem
Fyrir þær sem kjósa sólkyssta húð þá er brúnkukremið ALLTAF betri kostur en ljósabekkurinn. Eins og flestir vita þá eru bekkirnir skaðlegir og góðar líkur eru á því að þú brennir, það er ekkert fallegt við brennda húð.
Vandaðu val þitt á brúnkukremi. Ég mæli með Brazilian Tan fyrir þær sem vilja fá mikla brúnku á stuttum tíma (ath. Brazilian Tan virkar þannig að þú ber það á þig áður en þú ferð að sofa og ferð svo í sturtu daginn eftir). Annars finnst mér Sublime Bronze-Luminous Bronzer og Sublime Bronze-Micro Pearls frá L’Oréal líka frábær krem. Brúnkan kemur fljótt og kremin eru dökk á litinn þannig að þú sérð vel hvaða svæði þarf að þekja betur og getur þar af leiðandi komið í veg fyrir að verða flekkótt. Ég hef líka heyrt mjög góða hluti af Xen-Tan kreminu.
Til að fá sem fallegustu áferðina mæli ég með að gera eftirfarandi áður en þú ferð að sofa:
- Skrúbbaðu húðina fyrst með kornakremi hátt og lágt.
- Berðu síðan á hana body lotion.
- Bíddu í smá stund og makaðu svo brúnkukreminu á þau svæði sem þú vilt.
- Farðu í sturtu daginn eftir og berðu á þig aðra umferð af body lotion.
3. Hárið
AVEDA er með sérstaklega góðar hárnæringar, já og bara hárvörur yfir höfuð. Damage Remedy er næring frá AVEDA sem hefur oft hjálpað mér við að byggja upp hárið eftir mikla hárlitun og permanent ævintýri. Hitavörnin frá Simply Zen er ein sú besta sem ég hef notað, hún er líka á góðu verði svo ég mæli hiklaust með henni. Ef þú vilt vita nánar hvernig þú átt að koma fram við hárið þitt þá er hér mjög góð og þörf lesning.
4. Förðun
Ég sjálf nota létt púður, litað dagkrem eða bara bæði í einu. Að blanda saman sólarpúðri og bleikum eða ferskjulituðum kinnalit finnst mér góð leið til að búa til frískleika sem ef til vill er ekki til staðar fyrir. Þú getur gert það með því að dusta sólarpúðri létt yfir kinnbeinin og fara svo tvær léttar umferðir með kinnalit yfir sólarpúðrið. Síðan má poppa upp farðann með varalit.
Ég mæli með öllum varalitum frá MAC því þeir eru bæði þéttir og nærandi. Til að auka á ferskleika húðarinnar mæli ég með Prep + Prime Skin frá MAC sem er sérstaklega gott undir farðann og er algjört andoxunarbúst fyrir húðina.
Stjörnur sem ná þessu frísklega útliti einstaklega vel
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.