Ein vinsælasta færsla sem birst hefur hér á Pjatti er af blekkingunum sem myndvinnsluforritið Photoshop getur búið til og hvernig þetta hefur undanfarin ár haft ruglingsleg áhrif á sjálfsmynd margra kvenna.
Hér má sjá svipað gallerí. Flestar konur eru jú með það sem kallast ‘appelsínuhúð’ eða cellulite. Hvort sem er á lærum, kvið eða upphandleggjum. Þetta gildir auðvitað í Hollywood sem annarsstaðar í heiminum, þessar dívur eru ekki lausar við appelsínuhúðina frekar en aðrar kynsystur þeirra eins og sjá má í þessu myndasafni en hér eru 20 stórstjörnur sem allar eru með mismikla appelsínuhúð einhversstaðar á annars fögrum líkama sínum.