Pjatt.is eða Pjattrófurnar fóru í loftið fyrir rúmum fimm árum, eða í febrúar 2009, og aðal tilgangur okkar var og er að deila góðum ráðum og gleði, eða bara gleðja aðrar pjattrófur.
Og líka ræða málin, pjattast, vera stelpustelpur… svona eins og inni á kvennaklósetti 😉
Í þessari færslu gerum við bæði í einu, gleðjum og gefum af okkur enda eru þetta 16 algjörlega frábær og mjög einföld trix sem gera okkur allar kannski pínulítið sætari!
1. Besta leiðin til að bera hyljara undir augun.
2. Þykkari augnhár: Smelltu smá púðri (baby púður virkar líka) í augnhárarótina áður en þú setur maskarann á og aftur fyrir seinni umferð. Augnhárin fá rosalega fyllingu!
3. Notaðu eyrnapinna og augnkrem til að hreinsa í burtu maskara og eyeliner áður en þú setur á nýja umferð, t.d. um kvöld ef þú nærð ekki að þvo allt í burtu.
4. Er eyelinerinn harður og erfitt að gera fallega línu með honum? Hitaðu hann upp í eina sekúndu (bara eina) og láttu kólna í fimmtán sekúndur áður en þú málar þig með honum.
5. Einfaldasta leið í heimi til að gera fallega skyggingu.
1. Notaðu meik sem er aðeins dekkra en húðin á þér og annað sem er einum tón ljósara. Blandaðu á milli með bursta.
2. Merktu svæðin sem þú vilt skerpa á með mjúkum augnbrúnablýanti eða augnskugga og blandaðu vandlega út þannig að skilin sjáist ekki. Sjá mynd.
6. Einfaldasta leiðin til setja á sig fullkomin varalit. Gerðu ex.
7. Hitaðu aðeins augnhárabrettarann með hárþurrku áður en þú notar hann. Virkar tvöfalt betur. Passaðu bara að járnið sé ekki of heitt.
8. Einfaldasta leiðin til að gera ‘smokey’ – Gerðu #hashtag og blandaðu því út.
9. Til að stækka varirnar. Settu örfáa dropa af piparmyntuolíu í varasalvan!
10. Svona gerirðu Sophiu Loren eyeliner. Einfalt! Fyrst útlínur svo fyllirðu upp í.
11. Ef þú vilt ná augnhárunum lengra upp eftir að hafa sett á þau maskara má nota pappírs eða kreditkort.
12. Notaðu teygju þegar þú gerir ‘french manicure’. Sparaðu peninga og vesen.
13. Hámarkaðu endingu á ilmvatninu þínu með því að sprauta á þessi svæði. Þú ilmar allann daginn!
14. Ef spennurnar fara á ferðina í hárinu skaltu úða þær með hárlakki eða þurrsjampó áður en þú festir þær í.
15. Fáðu fyllra og fallegra tagl með þessri aðferð.
16. Ertu þreytt og með rauð augu? Fáðu þér beige litan augnblýant á innri augnháralínu. Um leið virka augun líka stærri.
Eru þetta ekki frábær ráð?! Endilega deildu þessari færslu með vinkonum þínum! Sharing is caring ♥
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.