Hvað er hægt að gera við þurru hári sem er slitið, skemmt og búið á því eftir of margar litanir eða bara vegna þess að náttúran gerði það svona?
Hér eru nokkur góð ráð sem ég hef komist að í gegnum starf mitt:
- Ef hárið er mjög slitið og ljótt, kíktu þá í klippingu, það lifnar við!
- Gættu þess að nudda bara rótina þegar hárið er þvegið. Froðan sér um að taka óhreinindi úr endunum-> og það fer betur með endana.
- Reyndu að nota mild sjampó (t.d Redken Clear moisture sem gefur fínan raka.) ATH: sum jurtasjampó geta þurkað það.
- Notaðu sem minnst hitatæki s.s blásara, sléttujárn, krullujárn og þess háttar ef þú kemst hjá því. Gefðu hárinu pásu inn á milli.
- Ef þú getur, notaðu sem minnst af froðum og hárlökkum (þau innihalda alkohól sem þurrkar hárið).
- Notaðu góða næringu eftir hvern þvott (passaðu bara að skola hana vel úr).
- Reyndu að greiða ekki hárið þegar það er blautt, nema mjög varlega og notaðu þá mjúkan bursta (ég mæli með Tangle Teezer eða stórum Paddle bursta).
- Reyndu að komast hjá því að nota efni sem innihalda (etanol/denat) þetta er alkohól sem getur þurrkað hárið.
- Ekki þvo hárið í of heitu vatni, því kaldara því betra!
- Best er að skola hárið með köldu vatni þannig lokast hárið betur og verður ekki eins úfið og glansmeira .
- Notaðu oft djúpnæringu! Það er algjört möst, sérstaklega þegar er kalt úti!
Gangi þér vel!
Bestu kveðjur – Pála á Salon VEH
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.