Ef hár þitt er ekki alveg eins og þú vilt hafa það gæti verið að þú farir ekki nógu vel með það milli þess sem þú ferð á stofuna þína.
Þetta mætti hinsvegar auðveldlega laga með því breyta aðeins rútínunni og fljótlega mun hárið þitt verða sterkara, meira glansandi og yfirhöfuð fallegra hár.
1. Þú þværð það á hverjum degi
Daglegur þvottur þurrkar upp bæði hárið og hársvörðin sem kallar aftur á allskonar vandamál. Ef hárið þitt á það til að þorna mjög mikið skaltu prófa að þvo bara rótina í annaðhvort skipti. Forðastu líka að nota sjampó sem inniheldur efnið “sodium lauryl sulfate” en flest náttúruleg sjampó eru laus við það (t.d. Burt’s Bees). Reyndu að þvo það ekki oftar en tvisvar til þrisvar í viku.
2. Þú hræðist skærin
Klofnir endar í hárinu geta raunverulega hamlað vexti hársins. Þó að þú sért að safna hári skaltu samt mæta á tveggja til þriggja mánaða fresti og láta klippa örlítið neðan af því.
3. Þú burstar hárið meðan það er enn blautt
Ef hárið á þér brotnar upp og er lélegt gæti verið að þú sért að bursta það of harkalega, sérstaklega þegar það er blautt. Hárið getur verið mjög viðkvæmt þegar það er enn blautt svo það er best að greiða það þegar þú ert enn undir sturtunni og með næringu í hárinu en notaðu þá mjög grófa greiðu eða bara fingurna.
4. Þú notar of mikið af heitum hártækjum
Mjög margar eru háðar krullu og sléttujárnum en ef þú passar ekki að nota efni sem vernda hárið fyrir hitanum mun það fara illa á skömmum tíma. Prófaðu að gefa hitajárnum smá pásu í einhvern tíma, annaðhvort með því að fá þér auðvelda klippingu/greiðslu eða bara hvíla járnin og reyndu alltaf að hafa járnin á lægsta hita.
5. Þú notar ekki hárnæringu
Alveg eins og húðin þarf sitt rakakrem þarf hárið sinn raka líka. Ekki sleppa hárnæringunni eða nota ‘all in one’ vörur. Sjampóið hreinsar hárið þitt en næringin nærir það. Að auki skaltu eiga góða djúpnæringu og nota hana að minnsta kosti einu sinni í viku.
6. Þú gleymir því að hársvörðurinn er líka húð
Ef þú ert með heilbrigðan hársvörð þá færðu heilbrigt hár. Einbeittu þér að hársverðinum þegar þú þværð hárið og gefðu þér tíma til að nudda hann og koma blóðflæðinu í gang og hlúa að rótunum.
7. Þú nuddar hárið of harkalega með handklæði
Ekki ráðast á hárið með handklæðinu til að þurrka það. Nuddaðu frekar varlega með mjúku handklæði og kreistu vatnið úr hárinu í handklæðið.
8. Þú setur taglið í þig með röngum hætti
Tagl í hárið er fullkomið á degi tvö en reyndu alltaf að nota teygju sem er ekki með samskeytum úr járni og passaðu að strekkja hárið ekki of þét því það getur skapað álag. Og aldrei sofa með tagl í hárinu. Settu frekar í þig létta og lausa fléttu.
9. Þú litar hárið of mikið
Það getur verið mikið álag að nota háralit jafnt og þétt svo ef þú planar að lýsa eða dekkja hárið meira en um einn eða tvo tóna skaltu drífa þig beint á stofu. Ekki reyna að gera þetta heima. Og þegar þú þarft að fara í annað sinn skaltu reyna að lita bara ræturnar eða að minnsta kosti bíða lengi með að taka heillitun aftur. Annars endarðu með ‘döll’ lit og slitið hár.
10. Þú ert alltaf með sömu klippinguna
Breyttu af og til um stíl eða sjáðu að minnsta kosti til þess að endarnir séu klipptir reglulega því það tekur álag af hárinu og kemur flæðinu í gang.
Prófaðu að fara eftir þessum ráðum og sjáðu hvort hárið tekur ekki fljótlega stakkaskiptum!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.