Að lita síða, síða ljósa hárið mitt fjólublátt? Er ég alveg snar? Já örugglega pínu en mér finnst þetta ógeðslega flott!
Ég er búin að vera mjög lengi með ljóst hár. Var komin með leið á því og langaði að prófa eitthvað nýtt – eitthvað allt, allt öðruvísi.
Þegar ég mætti til hennar Kötu á Sprey þá var ég ekki alveg búin að ákveða hvað ég vildi gera, annað hvort að dekkja aðeins og fara í ombre, eða fara alla leið í fjólubláan!
Ég ræddi við hana Kötu um þessar pælingar og þar sem hún er sjálf svo litaglöð, og örugglega íslandsmeistari í að nota svona liti, þá ákvað ég að prófa bara að skella mér á fjólubláan – þetta er nú einu sinni bara hár 🙂
Á Hárstofunni Sprey í Mosó er ótrúlega þægilegt andrúmsloft. Vanalega þegar ég fer á stofu þá finnst mér stólarnir við vaskinn alveg svakalega óþægilegir en á Sprey er nudd í stólunum og upphækkun fyrir fæturnar! Hversu næs?!
Þó að ég hafi fengið smá sjokk þegar liturinn var í (hann var dökk fjólublár), þá get ég ekki annað sagt en að ég er meira en sátt með útkomuna!!
Liturinn skolast hratt úr þar sem þetta er skol en mér var ráðlagt að þvo það bara einu sinni í viku og nota þurrsjampó þar á milli. Eftir að ég þvoði hárið eftir fyrstu litun þá ákvað ég að ég vildi fá aðeins dekkri lit og fór því aftur til Kötu.
Ég vona að ég finni hugrekkið til þess að prófa enn fleiri liti hjá henni Kötu en hún er algjör snillingur í hári!
Endilega kíkið á facebook síðuna hennar og hjá Sprey. Ef ykkur langar til að prófa eitthvað nýtt þá eru litirnir á Sprey alveg æðislegir, en það er hægt að fá bleikan, bláan og allskonar 🙂
Lifi flippið!
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður