Nú eru Glastonbury og Roskilde hátíðirnar nýafstaðnar en þar mátti sjá allt mest hipp og kúl liðið í sínu fínasta útihátíðarpússi.
Við sem munum þá tíma þegar nineties grunge tískan var ráðandi hefðum aldrei getað trúað því að 16 árum síðar myndi þessi tíska koma aftur. Því árið 1993 fannst manni líklegra að árið 2009 myndum við klæðast silfurlitum geimgöllum og ferðast til tunglsins í frí…
Því er samt ekki hægt að neita að þessi tíska er mjög hentug nú þegar við þurfum að halda í budduna því þessa strauma er hægt að finna í næstu Rauðakross búð, Kolaportinu eða bara í geymslunni hjá þeim sem engu henda.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.